Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

108. fundur 21. desember 2017 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir aðalmaður, S lista
  • Halldór Þormar Halldórsson aðalmaður, D lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólafur Guðmundur Guðbrandsson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Trúnaðarmál, félagsþjónusta

Málsnúmer 1712028Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

2.Dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð

Málsnúmer 1710031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi velferðarráðuneytisins um dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð.

3.Gjaldskrár 2018

Málsnúmer 1710094Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að á gjaldskrá félagsmáladeildar. Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu.

4.Ársreikningar Sambýlis við Lindargötu 2016

Málsnúmer 1712029Vakta málsnúmer

Ársreikningur Sambýlisins við Lindargötu fyrir árið 2016, lagður fram til kynningar.

5.Samningur um Hús eldri borgara í Ólafsfirði 2016-2017

Málsnúmer 1602083Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúum Félags eldri borgara í Ólafsfirði vegna samstarfssamnings um Hús eldri borgara.
Deildarstjóra falið að boða fulltrúa félagsins á næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 13:00.