Bæjarráð Fjallabyggðar

287. fundur 26. febrúar 2013 kl. 17:00 - 18:45 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.27. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 15. mars 2013

Málsnúmer 1301051Vakta málsnúmer

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að landsþing sambandsins verði haldið föstudaginn 15. mars 2013, á Grand hóteli í Reykjavík. Lögð fram drög að dagskrá.

Kjörbréf Fjallabyggðar hafa verið gefin út.

2.Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 1207025Vakta málsnúmer

Í bréfi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dagsett 21. janúar 2013, er ekki talin ástæða til að óska eftir frekari upplýsingum frá Fjallabyggð er varðar fjárhag eða áætlunargerð, enda hafi bæjarfélagið náð sínum markmiðum í lok árs 2012. Vísað er í 1. tl. 2. mgr. 64. greinar sveitarstjórnarlaga nr.138/2011.

3.Fjármunir til brunavarna

Málsnúmer 1302055Vakta málsnúmer

Í erindi slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar frá 4. febrúar 2012, eru lagðar fram hugmyndir um að bæta búnað til brunavarna í Fjallabyggð.


Bæjarráð tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn að á næsta fjárhagsári verði framlag til slökkviliðsins aukið og búnaður endurbættur í samræmi við ábendingar.

4.Framlag vegna sérstakra verkefna

Málsnúmer 1210050Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Innanríkisráðuneyti er varðar erindi frá Fjallabyggð dags. 17. október 2012, er varðar sameiningu stofnana sem sinna grunnskólakennslu í Fjallabyggð.

Erindið var tekið fyrir á tveimur fundum ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og því hafnað, þar sem það var ekki talið falla að heimildum í f. lið 7. gr. sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 960/2010.

Lagt fram til kynningar.

5.Námskeið í Brussel um byggðastefnu ESB 20. - 22. mars 2013

Málsnúmer 1302048Vakta málsnúmer

Tekið til umræðu erindi frá Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Boðið er upp á námskeið í Brussel með það markmið að kynna byggðastefnu ESB og aðkomu sveitarstjórnarstigsins að henni.
Evrópusambandið ber allan kostnað af þátttöku.

Bæjarstjóri mun fara í þá ferð á vegum Eyþings.

Skrifstofu- og fjármálastjóri hefur óskað eftir leyfi til fararinnar.

Fyrirhuguð er önnur ferð í byrjun apríl þar sem áherslan verður á félagsmálastefnu ESB.

 

Bæjarráð lítur á það með velvilja ef embættismenn og bæjarfulltrúar sýni áhuga á að nýta sér þetta tækifæri, enda sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

 

6.Samþykkt um byggingarnefnd í Fjallabyggð

Málsnúmer 1302054Vakta málsnúmer

Lögð fram sérstök samþykkt um byggingarnefnd í Fjallabyggð og að skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar fari með verkefni byggingarnefndar.
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

7.Snjómokstur - verklag og samningar við verktaka

Málsnúmer 1302056Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs komu verkstjóri þjónustumiðstöðvar og deildarstjóri tæknideildar til að fara yfir verklag og verkstakasamninga vegna snjómoksturs fyrir Fjallabyggð.
Afstaða til framlengingar samnings eða útboðs, verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

8.Sorphirða - samningar við verktaka

Málsnúmer 1302057Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs komu umhverfisfulltrúi og deildarstjóri tæknideildar til að fara yfir verklag og verktakasamninga vegna sorphirðu fyrir Fjallabyggð.
Afstaða til framlengingar samnings eða útboðs, verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

9.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins

Málsnúmer 1302063Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi.

Bæjarráð samþykkir sömu upphæð og áður eða kr. 40.000.-.

10.Til umsagnar - Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 537. mál

Málsnúmer 1302066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 15. mars 2013

Málsnúmer 1302053Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir og felur bæjarstjóra umboð Fjallabyggðar á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 15. mars 2013.

12.Samgönguáætlun 2011 - 2022, kynningarrit

Málsnúmer 1302065Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar

13.Staðgreiðsluuppgjör 2012

Málsnúmer 1302052Vakta málsnúmer

Staðgreiðsluuppgjör fyrir árið 2012 lagt fram til kynningar.
Uppgjörið staðfestir auknar tekjur Fjallabyggðar.

14.Tilhögun grásleppuveiða fyrir árið 2013

Málsnúmer 1302073Vakta málsnúmer

Lagt fram afrit af bréfi frá stjórn Smábátafélagsins Skalla til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er varðar reglugerð nr. 106 frá 7. febrúar 2013 um takmörkun veiða.

Bæjarráð Fjallabyggðar gagnrýnir harðlega fram komnar hugmyndir stjórnvalda um tilhögun grásleppuveiða fyrir árið 2013.
Nái þessar tillögur fram að ganga óbreyttar, þá er verið setja í uppnám afkomu fjölmargra útgerða og einstaklinga í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar fer fram á það við atvinnu- og nýsköpunarráðherra að draga verulega úr skerðingaráformum vegna grásleppuveiða fyrir árið 2013.

Fundi slitið - kl. 18:45.