Námskeið í Brussel um byggðastefnu ESB 20. - 22. mars 2013

Málsnúmer 1302048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26.02.2013

Tekið til umræðu erindi frá Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Boðið er upp á námskeið í Brussel með það markmið að kynna byggðastefnu ESB og aðkomu sveitarstjórnarstigsins að henni.
Evrópusambandið ber allan kostnað af þátttöku.

Bæjarstjóri mun fara í þá ferð á vegum Eyþings.

Skrifstofu- og fjármálastjóri hefur óskað eftir leyfi til fararinnar.

Fyrirhuguð er önnur ferð í byrjun apríl þar sem áherslan verður á félagsmálastefnu ESB.

 

Bæjarráð lítur á það með velvilja ef embættismenn og bæjarfulltrúar sýni áhuga á að nýta sér þetta tækifæri, enda sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.