Samþykkt um byggingarnefnd í Fjallabyggð

Málsnúmer 1302054

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26.02.2013

Lögð fram sérstök samþykkt um byggingarnefnd í Fjallabyggð og að skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar fari með verkefni byggingarnefndar.
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 94. fundur - 13.11.2013

Fyrri umræða um samþykkt var tekin á 87. fundur bæjarstjórnar og var ákveðið að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri fylgdi tillögu úr hlaði og lagði til að tillagan yrði samþykkt.

 

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum samþykkt um byggingarnefnd í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 01.07.2014

Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 18 júní sl. Þar kemur fram að búið er að staðfesta samþykkt um afgreiðslu byggingarnefndar Fjallabyggðar á grundvelli heimildar í 1. mgr. 7.gr. laga nr 160/2010.

Lagt fram til kynningar.