Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 1207025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 263. fundur - 17.07.2012

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, þar sem fram kemur að nefndin hafi yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir rekstrarárið 2011 og fjárhagsáætlanir fyrir árin 2012-2013.
Með tilvísun til 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og reglugerðar um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga 502/2012, er það mat nefndarinnar að fjármál sveitarfélagsins þarfnist frekari skoðunar þar sem samanlögð heildarútgjöld til rekstrar vegna A- og B- hluta í reikningsskilum séu hærri á ofangreindu tímabili, en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum.
Óskar eftirlistnefndin eftir frekari gögnum þar sem veitufyrirtæki sveitarfélagsins er undanskilið áður en úrskurðað verður endanlega um hvort sveitarfélagið uppfylli ákvæði 64. gr. sveitarstjórnarlaga. Samkvæmt upplýsingum skrifstofu- og fjármálastjóra hafa umbeðið gögn verið afhent.
Hækkun lífeyrisskuldbindinga 2011 umfram það sem áætlun gerði ráð fyrir er aðalskýring á því að heildarútgjöld umfram tekjur eru 34 milljónir á tímabilinu.
Sveitarstjórnir sem uppfylla ekki fjárhagsleg viðmið skulu fyrir 1. september 2012, hafa samþykkt áætlun um hvernig þau hyggist ná þeim.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 269. fundur - 04.09.2012

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga, dags. 24. ágúst 2012. Eftirlitsnefndin óskar eftir upplýsingum um hvernig bæjarstjórn hyggst ná viðmiðun 1. töluliðar 2.mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Með bréfi bæjarstjóra frá 30. ágúst er óskað eftir fresti til 18. október til að skila inn umbeðnum upplýsingum.

Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu og er Fjallabyggð veittur frestur til 15. nóvember.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 277. fundur - 08.11.2012

Niðurstaða 2011, útkomuspá 2012 og drög að fjárhagsáætlun 2013, uppfylla jafnvægiskilyrðin.

Bæjarráð samþykkir að óskað verði eftir frekari fresti til að skila Eftirlitsnefnd sveitarfélaga upplýsingum um hvernig bæjarstjórn hyggst ná viðmiðun 1. töluliðar 2.mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20.11.2012

Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu dags. 7. nóvember 2012, þar sem bæjarfélaginu er veittur frestur til 20. desember til að skila inn upplýsingum um fjárhagsleg viðmið skv. 16.gr. reglugerðar nr. 50/2012. 
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26.02.2013

Í bréfi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dagsett 21. janúar 2013, er ekki talin ástæða til að óska eftir frekari upplýsingum frá Fjallabyggð er varðar fjárhag eða áætlunargerð, enda hafi bæjarfélagið náð sínum markmiðum í lok árs 2012. Vísað er í 1. tl. 2. mgr. 64. greinar sveitarstjórnarlaga nr.138/2011.