Fjárhagsáætlun 2022 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2109055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 711. fundur - 30.09.2021

Lögð fram til kynningar drög að tímaplani vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Lagt fram

Bæjarráð Fjallabyggðar - 716. fundur - 28.10.2021

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir rammaáætlun vegna komandi rekstrarárs og forsendur sem að baki henni liggja.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagða rammaáætlun og felur bæjarstjóra að láta vinna tillögur að gjaldskrárbreytingum byggðar á framlögðum forsendum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 719. fundur - 16.11.2021

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.

Vísað til nefndar
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar hjá nefndum og deildarstjórum.

Niðurstöður nefnda þurfa að liggja fyrir eigi síður en 25. nóvember nk..

Stjórn Hornbrekku - 30. fundur - 19.11.2021

Stjórn Hornbrekku fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2022 fyrir starfsemi heimilisins. Gert er ráð fyrir að rekstur heimilisins skili jákvæðri niðurstöðu á næsta ári. Lagt er til að aukið verði við liðinn „námskeið“ svo unnt sé að hefja innleiðingu á Eden hugmyndafræðinni. Stjórn Hornbrekku samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun Hornbrekku 2022 til bæjarráðs.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 104. fundur - 22.11.2021

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun vegna fræðslumála fyrir árið 2022. Nefndin samþykkir tillögu fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 23.11.2021

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2022, fyrir málaflokka félagsþjónustu. Gert ráð fyrir að gjaldskrár og þjónustugjöld félagsþjónustunnar taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun.

Fram komu athugasemdir við fyrirhugaða gjaldskrá sundleikfimi og líkamsræktar eldri borgara, lagt er til að boðið verði upp á árskort og afsláttarkjör fyrir hjón.

Félagsmálanefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun félagsmáladeildar 2022 til bæjarráðs.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 23.11.2021

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Markaðs- og menningarnefnd fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2022 fyrir markaðs- og menningarmál og gerir ekki athugasemdir. Nefndin vísar tillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Öldungaráð Fjallabyggðar - 6. fundur - 24.11.2021

Deildarstjóri kynnti helstu áherslur sem snúa að þjónustu við eldri borgara í Fjallabyggð í tillögu að fjárhagsáætlun 2022.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 277. fundur - 24.11.2021

Farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2022.
Samþykkt
Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2022 fyrir málaflokkana hreinlætismál, skipulags- og byggingarmál, umferða- og samgöngumál og umhverfismál.
Nefndin gerir ekki athugasemdir og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 105. fundur - 24.11.2021

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Undir þessum lið sat forstöðumaður íþróttamannvirkja. Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun v. íþrótta- og æskulýðsmála. Nefndin samþykkir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 124. fundur - 25.11.2021

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir fjárhagsáætlun 2022 og viðhalds og fjárfestingaráætlun ásamt fylgiskjölum. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu hafnarsjóðs að fjárhæð 35 millj.kr og að fjárfest verði í mannvirkjum og búnaði fyrir 39,7 millj.kr.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun fyrir sitt leiti og vísar henni til bæjarráðs. Einnig samþykkir hafnarstjórn að leggja til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir 1 millj.kr. vegna framtíðarstefnumótunar hafna Fjallabyggðar sem hafnarstjórn hyggst láta vinna á komandi ári.