Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

104. fundur 22. nóvember 2021 kl. 16:30 - 18:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varamaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Fjárhagsáætlun 2022 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2109055Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun vegna fræðslumála fyrir árið 2022. Nefndin samþykkir tillögu fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 2111018Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir tillögur að gjaldskrá 2022 vegna fræðslumála fyrir árið 2022. Gjaldskrár taka 2,4% vísitöluhækkun. Nefndin samþykkir tillögur fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Rafrænir frístundastyrkir í Fjallabyggð

Málsnúmer 2111028Vakta málsnúmer

Samþykkt
Stefnt er að því að frístundastyrkir verði gefnir út á rafrænu formi árið 2022 í gegnum Sportabler. Verið er að vinna að uppsetningu.

Fundi slitið - kl. 18:20.