Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 2111018

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 104. fundur - 22.11.2021

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir tillögur að gjaldskrá 2022 vegna fræðslumála fyrir árið 2022. Gjaldskrár taka 2,4% vísitöluhækkun. Nefndin samþykkir tillögur fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 23.11.2021

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Markaðs- og menningarnefnd fór yfir tillögur að gjaldskrám 2022 vegna bóka- og héraðsskjalasafns, tjaldsvæða og Tjarnarborgar fyrir árið 2022. Gjaldskrár taka að jafnaði 2,4% vísitöluhækkun. Nefndin samþykkir tillögur fyrir sitt leyti, með áorðnum breytingum, og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 277. fundur - 24.11.2021

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám tæknideildar fyrir árið 2022.
Samþykkt
Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir tillögur að gjaldskrám 2022 fyrir vatnsveitu, byggingarfulltrúa, frístundalóðir, garðslátt, sorphirðu, þjónustumiðstöð, hunda- og kattahald, stofngjald fráveitu, fráveitugjald og rotþróargjald.
Gjaldskrár taka 2,4% vísitöluhækkun. Nefndin samþykkir tillögur fyrir sitt leiti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 105. fundur - 24.11.2021

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Undir þessum lið sat forstöðumaður íþróttamannvirkja. Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir tillögu að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og viðauka við gjaldskrána. Gjaldskrár eru hækkaðar um 2,4%. Nefndin samþykkir tillögu að gjaldskrá og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 124. fundur - 25.11.2021

Hafnarstjóri fór yfir fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá hafna en samþykkt hefur verið að gjaldskrár sveitarfélagsins hækki um 2,4% sem er ætluð verðlagsþróun komandi árs.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti 2,4% hækkun á gjaldskrám hafna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 722. fundur - 29.11.2021

Lögð fram tillaga að gjaldskrám og álagningu fyrir árið 2022.

Gjaldaliðir vegna fasteignagjalda verða eftirfarandi:

Fasteignaskattsprósenta verður óbreytt (A 0,48%, B 1,32% og C 1,65%).
Lóðarleiguprósenta verður óbreytt (A 1,90% og C 3,50%).
Sorphirðugjöld hækka í kr. 47.340 úr kr. 46.230 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verður óbreytt 0,29%.
Vatnsskattsprósenta fasteigna verður óbreytt 0,29%.

Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.
Tekjumörk verða sem hér segir:
Fl. Einstaklingar - Afsláttur
1. - - 3,380,000 100%
2. 3,380,001 - 4,000,000 75%
3. 4,000,001 - 4,640,000 50%
4. 4,640,001 - 5,275,000 25%
5. 5,275,001 - - 0%

FL. Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
1. - - 5,120,000 100%
2. 5,120,001 - 5,940,000 75%
3. 5,940,001 - 6,560,000 50%
4. 6,560,001 - 7,170,000 25%
5. 7,170,001 - - 0%

Gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga hækkar um 2,4%

Áfram verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.

Frístundastyrkur fyrir börn á 4 - 18 ára aldri hækkar í kr. 40.000 úr kr. 37.500.

Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2022 hækka um 2,4%.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að gjaldskrám 2022 til bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 736. fundur - 31.03.2022

Lögð eru fram drög að breyttri gjaldskrá vatnsveitu sem unnin eru í samræmi við bókun bæjarráðs á 734. fundi ráðsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að breyttri gjaldskrá og vísar henni til bæjarstjórnar.