Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

81. fundur 23. nóvember 2021 kl. 17:00 - 18:15 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Ida. M. Semey boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Fjárhagsáætlun 2022 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2109055Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Markaðs- og menningarnefnd fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2022 fyrir markaðs- og menningarmál og gerir ekki athugasemdir. Nefndin vísar tillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 2111018Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Markaðs- og menningarnefnd fór yfir tillögur að gjaldskrám 2022 vegna bóka- og héraðsskjalasafns, tjaldsvæða og Tjarnarborgar fyrir árið 2022. Gjaldskrár taka að jafnaði 2,4% vísitöluhækkun. Nefndin samþykkir tillögur fyrir sitt leyti, með áorðnum breytingum, og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:15.