Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

277. fundur 24. nóvember 2021 kl. 16:30 - 18:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi

1.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hlíðarvegur 17

Málsnúmer 2111035Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Sverrir Sveinsson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi að Hlíðarvegi 17, Siglufirði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir umsókn

2.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Aðalgata 32

Málsnúmer 2111048Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Theódóra Sif Theódórsdóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi að Aðalgötu 32, Siglufirði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir umsókn

3.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hólavegur 23

Málsnúmer 2111042Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Jóna Guðný Jónsdóttir, sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi að Hólavegi 23, Siglufirði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir umsókn

4.Fjárhagsáætlun 2022 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2109055Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2022.
Samþykkt
Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2022 fyrir málaflokkana hreinlætismál, skipulags- og byggingarmál, umferða- og samgöngumál og umhverfismál.
Nefndin gerir ekki athugasemdir og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 2111018Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám tæknideildar fyrir árið 2022.
Samþykkt
Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir tillögur að gjaldskrám 2022 fyrir vatnsveitu, byggingarfulltrúa, frístundalóðir, garðslátt, sorphirðu, þjónustumiðstöð, hunda- og kattahald, stofngjald fráveitu, fráveitugjald og rotþróargjald.
Gjaldskrár taka 2,4% vísitöluhækkun. Nefndin samþykkir tillögur fyrir sitt leiti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.