Bæjarráð Fjallabyggðar

722. fundur 29. nóvember 2021 kl. 12:00 - 12:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 2111018Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrám og álagningu fyrir árið 2022.

Gjaldaliðir vegna fasteignagjalda verða eftirfarandi:

Fasteignaskattsprósenta verður óbreytt (A 0,48%, B 1,32% og C 1,65%).
Lóðarleiguprósenta verður óbreytt (A 1,90% og C 3,50%).
Sorphirðugjöld hækka í kr. 47.340 úr kr. 46.230 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verður óbreytt 0,29%.
Vatnsskattsprósenta fasteigna verður óbreytt 0,29%.

Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.
Tekjumörk verða sem hér segir:
Fl. Einstaklingar - Afsláttur
1. - - 3,380,000 100%
2. 3,380,001 - 4,000,000 75%
3. 4,000,001 - 4,640,000 50%
4. 4,640,001 - 5,275,000 25%
5. 5,275,001 - - 0%

FL. Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
1. - - 5,120,000 100%
2. 5,120,001 - 5,940,000 75%
3. 5,940,001 - 6,560,000 50%
4. 6,560,001 - 7,170,000 25%
5. 7,170,001 - - 0%

Gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga hækkar um 2,4%

Áfram verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.

Frístundastyrkur fyrir börn á 4 - 18 ára aldri hækkar í kr. 40.000 úr kr. 37.500.

Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2022 hækka um 2,4%.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að gjaldskrám 2022 til bæjarstjórnar.

2.Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022

Málsnúmer 2101003Vakta málsnúmer

21. 2006005 - Frisbígolf á Siglufjörð og Ólafsfjörð. Bæjarráð vísaði erindi vegna Frisbígolfvallar til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 17. nóvember 2020.

Bæjarráð samþykkir að verja kr. 3.000.000.- á komandi ári í gerð Frisbívallar og felur tæknideild að útfæra hugmyndina á þeirri forsendu og leggja fyrir bæjarráð.

3.Fjárhagsáætlun 2022 - Fyrri umræða

Málsnúmer 2109056Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 ásamt tillögu að framkvæmdum fyrir árið 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 ásamt tillögu að framkvæmdum ársins 2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 12:30.