Fjárhagsáætlun 2022 - Fyrri umræða

Málsnúmer 2109056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 722. fundur - 29.11.2021

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 ásamt tillögu að framkvæmdum fyrir árið 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 ásamt tillögu að framkvæmdum ársins 2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 207. fundur - 01.12.2021

Bæjarstjóri fór yfir lykiltölur í fjárhagsáætlun 2022, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa framlagðri fjárhagsáætlun 2022 til seinni umræðu bæjarstjórnar.


Forseti bæjarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu vegna álagningar vatnsgjalds.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 7 atkvæðum að hefja undirbúning að breytingu á álagningu vatnsgjalda í sveitarfélaginu. Nauðsynlegt er að undirbúa slíka breytingu vel og er bæjarstjóra falið að taka saman og rýna hvaða áhrif slík breyting hefði á húseigendur í Fjallabyggð eftir byggðakjörnum og leggja fyrir bæjarráð fyrir mitt ár 2022. Bæjarráð vinni svo með niðurstöður samantektar með það að markmiði að endurskoðuð útfærsla álagningar liggi fyrir síðsumars 2022 og til grundvallar fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 278. fundur - 08.12.2021

Lagður fram framkvæmdalisti fyrir árið 2022.
Lagt fram
Deildarstjóri tæknideildar fór yfir framkvæmdir á fjárhagsáætlun 2022.