Bæjarstjórn Fjallabyggðar

207. fundur 01. desember 2021 kl. 17:00 - 18:45 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir bæjarfulltrúi, I lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Markaðsherferð vegna atvinnu- og íbúaþróunar

Málsnúmer 2007015Vakta málsnúmer

Til máls tóku Elías Pétursson og Helgi Jóhannsson.

Markaðsherferð vegna atvinnu- og íbúaþróunar í Fjallabyggð verður ýtt úr vör föstudaginn 3. desember.

Markaðsherferðin samanstendur af kynningarvefnum http://fagnar.is/ og auglýsingum í fjölmiðlum og á vef.

Pipar/TBWA hannaði vefinn og sá um gerð og miðlun auglýsinga og annars markaðsefnis. Slagorð herferðarinnar er Fjallabyggð fagnar þér.

Fréttatilkynning verður send á helstu fjölmiðla og birt á vef Fjallabyggðar.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 718. fundur - 11. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111006FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 18 liðum.

Til afgreiðslu er liður 12.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 2.12 2106017 Tillögur sveitarfélaga um fulltrúa í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 718. fundur - 11. nóvember 2021. Bæjarráð samþykkir að tilnefna Guðrúnu Lindu Rafnsdóttur, Nönnu Árnadóttur, Guðjón M. Ólafsson og Jón Garðar Steingrímsson sem fulltrúa fyrir hönd Fjallabyggðar Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 719. fundur - 16. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111008FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 1 lið sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 720. fundur - 18. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111009FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 18 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 5, 6, 9 og 12.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 4.5 2111038 Kaup á sundlaugarlyftu í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 720. fundur - 18. nóvember 2021. Bæjaráð samþykkir viðauka nr. 27/2021 að fjárhæð kr. 1.500.000.- sem verður eignfærður og mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 4.6 2111034 Fjárhagsáætlun TÁT og gjaldskrá 2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 720. fundur - 18. nóvember 2021. Bæjarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun TÁT fyrir fjárhagsárið 2022 og gjaldskrárhækkun um 2,4%. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 4.9 2111026 Erindi varðandi endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 720. fundur - 18. nóvember 2021. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu SSNE. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 4.12 2111036 Ljós í troðaraskemmu.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 720. fundur - 18. nóvember 2021. Bæjarráð samþykkir framlagða beiðni um viðauka nr. 28/2021 sem ekki hreyfir handbært fé við fjárhagsáætlun 2021 og vísar til afgreiðslu og umfjöllunar bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 721. fundur - 25. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111015FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs eru í 12 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 4, 7, 8 og 12.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 5.1 2111047 Útboð á ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 721. fundur - 25. nóvember 2021. Bæjarráð samþykkir ósk um heimild til útboðs og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að auglýsa verkið. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 5.4 2111052 Ósk um viðauka vegna komu varðskipsins Freyju
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 721. fundur - 25. nóvember 2021. Bæjaráð samþykkir viðauka nr. 28/2021 að fjárhæð kr. 9.500.000.- sem verður mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 5.7 2101003 Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 721. fundur - 25. nóvember 2021. Bókun fundar Tómas Atli Einarsson víkur undir lið 5.7.19 og Helgi Jóhannsson víkur undir lið 5.7.12.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs en liður 5.7.12 samþykkur með 6 atkvæðum og liður 5.7.19 samþykkur með 6 atkvæðum.
  • 5.8 2104082 Áfangastaðastofa
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 721. fundur - 25. nóvember 2021. Bæjarráð samþykkir framlögð samningsdrög og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 5.12 2101002 Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 721. fundur - 25. nóvember 2021. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

6.Bæjarráð Fjallabyggðar - 722. fundur - 29. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111020FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 3 liðum.

Til afgreiðslu eru liður 1 og 2.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

  • 6.1 2111018 Gjaldskrár 2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 722. fundur - 29. nóvember 2021. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að gjaldskrám 2022 til bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 6.2 2101003 Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 722. fundur - 29. nóvember 2021. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 9. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn óskar Aðalheiði S. Eysteinsdóttur bæjarlistamanni til hamingju með útnefninguna "bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2022".

8.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 23. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 29. fundur - 11. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Stjórn Hornbrekku - 30. fundur - 19. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 104. fundur - 22. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 105. fundur - 24. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3 og 4.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 105 Undir þessum lið sat forstöðumaður íþróttamannvirkja.
    Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir reglur um frístundastyrki 2022. Frá 1. janúar 2022 verður frístundastyrkjum útdeilt rafrænt gegnum Sportabler og leggur nefndin til breytingar á reglum um úthlutun frístundastyrkja í samræmi við það og vísar tillögu að breyttum reglum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum uppfærðar Frístundastyrks reglur fyrir árið 2022.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 105 Undir þessum lið sat Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.
    Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að foreldrum leikskólabarna í Fjallabyggð verðið boðin niðurfelling á vistunargjaldi fyrir dagana 27.-30. desember 2021 ákveði þeir að nýta ekki vistun fyrir barn sitt þá daga. Leikskólastjóra er falið að kynna fyrir foreldrum og taka við skráningu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að foreldrum verði boðin niðurfelling á vistunargjaldi fyrir dagana 27. - 30. desember ákveði þeir að nýta ekki vistun fyrir barn sitt þá daga.

13.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 23. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14.Öldungaráð Fjallabyggðar - 6. fundur - 24. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 277. fundur - 24. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111017FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 8 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2 og 3.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 15.1 2111035 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hlíðarvegur 17
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 277. fundur - 24. nóvember 2021. Nefndin samþykkir umsókn Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 15.2 2111048 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Aðalgata 32
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 277. fundur - 24. nóvember 2021. Nefndin samþykkir umsókn Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 15.3 2111042 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hólavegur 23
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 277. fundur - 24. nóvember 2021. Nefndin samþykkir umsókn Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

16.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 124. fundur - 25. nóvember 2021.

Málsnúmer 2111018FVakta málsnúmer

Fundargerð Hafnarstjórnar er í 8 liðum.

Til afgreiðslu er liður 7.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson undir lið 16.8.1.
  • 16.7 2111057 Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 124. fundur - 25. nóvember 2021. Hafnarstjórn samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að unnið verði deiliskipulag á hafnarsvæði Siglufjarðarhafnar og aðliggjandi athafnasvæðum tengt þeirri vinnu sem nú þegar er í gangi og eða vitað er að þurfi að fara í gang. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Hafnarstjórnar.

17.Endurnýjun á bifreið sambýlisins

Málsnúmer 2111072Vakta málsnúmer

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar varðandi ósk um endurnýjun á bifreið við Sambýli Lindargötu 2.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fela deildarstjóra félagsmáladeildar að finna bifreið fyrir allt að 13 millj.kr. og leggja erindið fyrir bæjarráð með viðauka þegar ljóst er endanlegt kaupverð.

18.Fjárhagsáætlun 2022 - Fyrri umræða

Málsnúmer 2109056Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir lykiltölur í fjárhagsáætlun 2022, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa framlagðri fjárhagsáætlun 2022 til seinni umræðu bæjarstjórnar.


Forseti bæjarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu vegna álagningar vatnsgjalds.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 7 atkvæðum að hefja undirbúning að breytingu á álagningu vatnsgjalda í sveitarfélaginu. Nauðsynlegt er að undirbúa slíka breytingu vel og er bæjarstjóra falið að taka saman og rýna hvaða áhrif slík breyting hefði á húseigendur í Fjallabyggð eftir byggðakjörnum og leggja fyrir bæjarráð fyrir mitt ár 2022. Bæjarráð vinni svo með niðurstöður samantektar með það að markmiði að endurskoðuð útfærsla álagningar liggi fyrir síðsumars 2022 og til grundvallar fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023.

19.Niðurfelling fundar bæjarstjórnar og boðun nýs fundar.

Málsnúmer 2105005Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að næsti reglulegi fundur sem hefði átt að halda þann 8. desember verði felldur niður og að næsti fundur verði boðaður þann 15. desember nk.

Fundi slitið - kl. 18:45.