Markaðsherferð vegna atvinnu- og íbúaþróunar

Málsnúmer 2007015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 660. fundur - 14.07.2020

Lögð fram aðgerðaráætlun auglýsingastofunnar Pipars/TBWA dags. 06.07.2020 vegna markaðsherferðar sveitarfélagsins vegna atvinnu- og íbúaþróunar.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa vegna kynningarherferðar fyrir ferðamenn sem nú er komin í kynningu svo og hvernig fyrirhugaðri vinnu og utanumhaldi við markaðsherferð vegna atvinnu- og íbúaþróunar verður háttað af hálfu sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 661. fundur - 22.07.2020

Lögð fram aðgerðaráætlun auglýsingastofunnar Pipars/TBWA dags. 06.07.2020 varðandi markaðsherferð sveitarfélagsins í atvinnu- og íbúaþróun. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna kynningarherferðar fyrir ferðamenn sem nú er komin í kynningu.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við auglýsingastofuna Pipar/TBWA vegna markaðsherferðar sveitarfélagsins í atvinnu- og íbúaþróun og felur deildarstjóra að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 08.09.2020

Lögð fram kynning auglýsingastofunnar Pipar/TBWA á fyrirkomulagi markaðsherferðar í íbúa- og atvinnuþróunarmálum en markmið herferðarinnar er að fjölga íbúum og laða að störf í bæjarfélaginu.

Einnig lögð fram drög að samningi við Pipar/TBWA.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð í samræmi við áður ákveðið fjármagn til markaðsátaks.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15.09.2020

Á 666. fundi bæjarráðs fól ráðið deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna að samningi við Pipar/TBWA vegna markaðsátaks í atvinnu- og íbúaþróun í samræmi við áður ákveðið fjármagn til markaðsmála.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og markaðsmála, dags. 10.09.2020 þar sem fram kemur að deildarstjóri mælir með að gengið verði til samninga við Pipar/TBWA. Kostnaður kr. 5.000.000 auk vsk. rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins.
Kostnaður 5 mkr. verður bókaður á málafl. 21550 og lykil 4915 og með viðauka nr. 24/2020 við fjárhagsáætlun 2020 sem ekki hreyfir handbært fé og verði gerð millifærsla í áætlun:
Til lækkunar á málafl. 05700, lykill 4990 kr. 1.000.000.
Til lækkunar á málafl. 05730, lykill 9291 kr. 1.000.000
Til lækkunar á málafl. 05810, lykill 9291 kr. 1.600.000.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 11.11.2020

Gestir fundarins voru Kristján Einar Kristjánsson og Darri Johansen frá Pipar/TBWA og kynntu þeir hugmynd að markaðsátaki vegna atvinnu- og íbúaþróun Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarnefnd þakkar þeim Kristjáni Einari og Darra fyrir góða og skýra kynningu og líst vel á þær hugmyndir sem þeir kynntu.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 13.04.2021

Fjallabyggð gerði á síðasta ári samning við auglýsingastofuna Pipar/TBWA um gerð markaðsefnis fyrir atvinnu- og íbúaþróun undir heitinu Fjallabyggð fagnar þér. Fulltrúar auglýsingastofunnar komu til Fjallabyggðar í síðasta mánuði til að safna upplýsingum og myndefni. Afrakstur ferðarinnar birtist meðal annars í nokkrum stuttum myndböndum. Markaðs- og menningarnefnd er meðal þeirra sem hefur verið falið að rýna þau. Nefndin fór yfir myndböndin og tók saman athugasemdir sem verða sendar Pipar/TBWA.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 08.06.2021

Lagt fram
Gestur fundarins er Kristján Einar Kristjánsson fulltrúi Pipar/TBWA auglýsingasofu. Kristján Einar kynnti vef nýs íbúa- og atvinnuþróunarverkefnis sem Pipar/TBWA hefur unnið fyrir Fjallabyggð. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Kristjáni Einari fyrir góða kynningu.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 207. fundur - 01.12.2021

Til máls tóku Elías Pétursson og Helgi Jóhannsson.

Markaðsherferð vegna atvinnu- og íbúaþróunar í Fjallabyggð verður ýtt úr vör föstudaginn 3. desember.

Markaðsherferðin samanstendur af kynningarvefnum http://fagnar.is/ og auglýsingum í fjölmiðlum og á vef.

Pipar/TBWA hannaði vefinn og sá um gerð og miðlun auglýsinga og annars markaðsefnis. Slagorð herferðarinnar er Fjallabyggð fagnar þér.

Fréttatilkynning verður send á helstu fjölmiðla og birt á vef Fjallabyggðar.