Bæjarráð Fjallabyggðar

661. fundur 22. júlí 2020 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Staðgreiðsla tímabils - 2020

Málsnúmer 2001113Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til júní. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 102.431.850. eða 97,88% af tímabilsáætlun.

2.Staða framkvæmda 2020

Málsnúmer 2007031Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir stöðu framkvæmdaverkefna eftir fyrstu sex mánuði ársins ásamt breytingum á framkvæmdaáætlun 2020.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 21/2020 varðandi tilfærslur milli verkefna á framkvæmdaáætlun ársins 2020, tilfærslan hefur ekki áhrif á handbært fé.

Bæjarráð samþykkir einnig viðauka nr. 22/2020 við fjárhagsáætlun 2020, í viðaukanum felst eftirfarandi:
kr. 3.500.000. vegna hafnarsjóðs, til lagfæringar á höfninni í Ólafsfirði vegna óveðurs í desember 2019 á deild 41190, lykil 4960.
Kr. 3.500.000. vegna hafnarsjóðs, til lagfæringar á bæjarbryggju vegna óveðurs í desember 2019 á deild 41180, lykil 4960.
Kr. 8.000.000. vegna endurnýjunar á gólfefnum í bókasafni Siglufirði og nýju skilrúmi í ráðhúsi á deild 31310, lykil 4965.
kr. 5.000.000. vegna fráveituverkefnis á deild 65210, lykil 4981.
kr. 10.000.000. vegna umhverfisátaks á deild 11410, lykil 4980.

Samtals er viðauki nr. 22/2020 kr. 30.000.000. og er mætt með lækkun á handbæru fé ársins.

3.Markaðsherferð vegna atvinnu- og íbúaþróunar

Málsnúmer 2007015Vakta málsnúmer

Lögð fram aðgerðaráætlun auglýsingastofunnar Pipars/TBWA dags. 06.07.2020 varðandi markaðsherferð sveitarfélagsins í atvinnu- og íbúaþróun. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna kynningarherferðar fyrir ferðamenn sem nú er komin í kynningu.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við auglýsingastofuna Pipar/TBWA vegna markaðsherferðar sveitarfélagsins í atvinnu- og íbúaþróun og felur deildarstjóra að vinna málið áfram.

4.Göngustígur við Ólafsfjarðarvatn - Verðkönnun

Málsnúmer 1806074Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 16.07.2020 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í gerð göngustígs og áningarstaðar við Ólafsfjarðarvatn 16.07.2020.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason kr. 11.953.100.
Smári ehf. kr. 8.843.749.
Magnús Þorgeirsson kr. 8.543.250.
Kostnaðaráætlun var kr. 9.944.750.

Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Magnúsar Þorgeirssonar kr. 8.543.250. sem jafnframt er lægstbjóðandi.

5.Úrræði vegna úrkomu og flóða

Málsnúmer 2007033Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 20.07.2020 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að kaupa tvær yfirfallsdælur í fráveitubrunna á Siglufirði. Áætlaður kostnaður er 9 mkr.

Bæjarráð samþykkir kaup á tveimur dælum og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

6.Kvörtun: Kostnaður vegna snjóflóðaeftirlits á skíðasvæði í Skarðsdal

Málsnúmer 1908037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar álit Umboðsmanns Alþingis, dags. 10.07.2020 vegna kvörtunar Valló ehf. vegna kostnaðar við snjóflóðaeftirlit á Skíðasvæðinu í Skarðsdal.

7.Fjölþætt heilsuefling 65 ára og eldri í Fjallabyggð - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa

Málsnúmer 2007029Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi við Janus Heilsueflingu um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið Fjölþætt heilsuefling 65 ára og eldri í Fjallabyggð - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Janus Heilsueflingu en óskar eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar varðandi áætlaðan fjölda þátttakanda og lengd samnings. Einnig áætlaðan kostnað vegna nauðsynlegra líkamsræktartækja í íþróttamiðstöðvar.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 256

Málsnúmer 2007004FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 256. fundur - 15. júlí 2020 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 661. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 256. fundur - 15. júlí 2020 Nefndin felur tæknideild að breyta deiliskipulagi Saurbæjaráss og auglýsa. Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 661. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 256. fundur - 15. júlí 2020 Nefndin felur tæknideild að koma erindinu áfram til Vegagerðarinnar sem á ljósastaura við þjóðvegi í þéttbýi. Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 661. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 256. fundur - 15. júlí 2020 Nefndin samþykkir umbeðna stækkun á lóðinni að Strandgötu 22 og einnig að húsið verði klætt með trapisujárni. Einnig samþykkir nefndin að klætt sé fyrir glugga á húsinu. Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 661. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 256. fundur - 15. júlí 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 661. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 256. fundur - 15. júlí 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 661. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • 8.7 2005032 Umferðaröryggi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 256. fundur - 15. júlí 2020 Nefndin samþykkir að hámarksumferðarhraði verði 30 km í íbúðagötum og leggur til við Vegagerðina að 40 km hámarksumferðarhraði verði á þjóðvegum í þéttbýli. Nefndin bendir á að í vinnslu er samkomulag við Vegagerðina um gerð deiliskipulags fyrir þjóðvegi í þéttbýli í Fjallabyggð og þar verður tekið á umferðaröryggismálum.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Helgi Jóhannsson greiðir atkvæði á móti því að umferðarhraði í íbúagötum verði lækkaður í 30 km.
    Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 661. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

    Bæjarráð felur tæknideild að vinna málið áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 256. fundur - 15. júlí 2020 Nefndin felur tæknideild að fegra umhverfi smábátahafnarinnar við Vesturtanga og benda verktökum á að óheimilt er að skola af vinnuvélum á svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 661. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 256. fundur - 15. júlí 2020 Nefndin felur tæknideild að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 661. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 256. fundur - 15. júlí 2020 Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að kalla eftir teikningum og öðrum gögnum. Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 661. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 256. fundur - 15. júlí 2020 Nefndin fór yfir loftmyndir sem lagðar voru fram á fundinum og ræddi þá hækkun vatnsyfirborðs sem hefur átt sér stað undanfarin ár í vorleysingum.
    Nefndin samþykkir að fela bæjarstjóra og tæknideild að ræða við Vegagerðina um það ástand sem er í dag. Breytingar hafa orðið á stöðu yfirborðsvatns í Ólafsjarðarvatni á þann veg að hætta er á að flæði inn í fasteignir við vatnið og að fuglavarp eyðileggist.
    Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 661. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:30.