Göngustígur við Ólafsfjarðarvatn - Verðkönnun

Málsnúmer 1806074

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 562. fundur - 26.06.2018

Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra tæknideildar vegna opnun tilboða í verkefnið „Gerð göngustíg suður með Ólafsfjarðarvatni“ mánudaginn 25. júní.

Eftirfarandi aðilar buðu í verkið.

Magnús Þorgeirsson 4.155.000,-
Smári ehf. 3.466.490,-
Sölvi Sölvason 5.486.000,-
Kostnaðaráætlun 4.045.000,-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11.06.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags 06.06.2019 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi og heimild bæjarráðs til þess að gera lokaða verðkönnun á 2. áfanga göngustígs við Ólafsfjarðarvatns.

Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið; Árni Helgason ehf, Smári ehf, Bás ehf, Fjallatak ehf, Sölvi Sölvason og Magnús Þorgeirsson.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi og felur deildarstjóra tæknideildar að auglýsa lokaða verðkönnun vegna 2. áfanga göngustígs við Ólafsfjarðarvatn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 610. fundur - 25.06.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 24.06.2019 þar sem fram kemur að tilboð hafi verið opnuð í verkið "Göngustígur suður með Ólafsfjarðarvatni" þann 24.06.2019.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Smári ehf. kr. 4.813.800
Magnús Þorgeirsson kr. 4.943.636
Kostnaðaráætlun er kr. 4.544.000.

Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Smára ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 659. fundur - 07.07.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 30.06.2020, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi og heimild bæjarráðs til þess að fara í lokaða verðkönnun á 3. áfanga göngustígs við Ólafsfjarðarvatn.

Eftirfarandi aðilum verður gefin kostur á að bjóða í verkið;
Árni Helgason ehf., Smári ehf., Bás ehf., Fjallatak ehf., Sölvi Sölvason og Magnús Þorgeirsson

Bæjarráð samþykkir að heimila lokaða verðkönnun vegna 3. áfanga göngustígs við Ólafsfjarðarvatn og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 661. fundur - 22.07.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 16.07.2020 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í gerð göngustígs og áningarstaðar við Ólafsfjarðarvatn 16.07.2020.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason kr. 11.953.100.
Smári ehf. kr. 8.843.749.
Magnús Þorgeirsson kr. 8.543.250.
Kostnaðaráætlun var kr. 9.944.750.

Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Magnúsar Þorgeirssonar kr. 8.543.250. sem jafnframt er lægstbjóðandi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26.08.2020

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar þar sem farið er yfir stöðu framkvæmdarinnar. Stígurinn mun liggja yfir land þar sem lóðarleigusamingur er til staðar og lóðarhafi hefur líst sig mótfallin gerð stígsins. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað og hafa ekki borið árangur.
Nefndin leggur til við bæjarráð að sá hluti lóðarinnar sem liggur vestan við Ólafsfjarðarveg verði yfirtekinn í samræmi við 8. gr. lóðarleigusamningsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26.01.2021

Lagt fram erindi Magnúsar Þorgeirssonar, dags. 17.01.2021 þar sem tilkynnt er að hann segir sig frá verkinu Göngustígur við Ólafsfjarðarvatn þar sem forsendur og tímasetning verksins eru breyttar.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur deildarstjóra að hefja undirbúning að nýrri verðkönnun.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 03.02.2021

Lögð fram tillaga að breyttum lóðarmörkum við Hornbrekku 19 í Ólafsfirði.
Nefndin samþykkir tillögu að breyttum lóðamörkum fyrir Hornbrekku 19 en áréttar að Skíðafélag Ólafsfjarðar (SÓ) er með gönguskíðabraut sem liggur inni á lóðinni samkvæmt deiliskipulagi. Nefndin leggur til að í lóðarleigusamningi verði sett kvöð á um fullt og ótakmarkað aðgengi SÓ að skíðagöngubrautinni.