Bæjarráð Fjallabyggðar

610. fundur 25. júní 2019 kl. 16:30 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Vettvangsliðateymi í Ólafsfirði

Málsnúmer 1802013Vakta málsnúmer

Anna Gilsdóttir hjúkrunarforstjóri og Valþór Stefánsson yfirlæknir á HSN mættu á fund bæjarráðs til þess að fara yfir stöðu mála varðandi vettvangsliðateymi í Ólafsfirði en á 597. fundi bæjarráðs þann 19. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Í máli forsvarsmanna HSN í Fjallabyggð kom fram mikilvægi þess að vettvangsliðateymi væri til staðar í Ólafsfirði til að sinna fyrstu hjálp og ætlunin sé að HSN komi á fót slíku teymi.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi vettvangsliðateymis en minnir jafnframt á að tilvist viðbragðsteymis í Ólafsfirði er alfarið á ábyrgð HSN".

Fram kom í máli forsvarsmanna HSN að stofnunin muni auglýsa eftir einstaklingum í viðbragðsteymi á Ólafsfirði í haust sem HSN mun skipuleggja og halda utan um. Frekari upplýsingar gefur yfirstjórn HSN í Fjallabyggð.


2.Tilboð á skóla- og frístundaakstri 2019-2022

Málsnúmer 1905060Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 18.06.2019 þar sem fram kemur að tilboð hafi verið opnuð í skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð 2019-2022 í ráðhúsi Fjallabyggðar þann 18.06.2019 kl.11.00.
Eftirfarandi tilboð bárust :
Ævar og Bóas ehf. kr. 25.000.-
Akureyri Excursion ehf. kr. 8.893.-
Hugheimur ehf. kr. 15.300.-
Suðurleiðir ehf. kr. 9.145.-

Deildarstjóri leggur til að gengið verið til samninga við lægstbjóðanda.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Akureyri Excursion ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.

3.Túngata, endurnýjun

Málsnúmer 1906013Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 24.06.2019 þar sem fram kemur að tilboð hafi verið opnuð í verkið "Túngata, Þormóðsgata - Kambsvegur" þann 24. 06.2019.

Eftirfarandi tilboð barst:
Bás ehf. kr. 34.269.254
Kostnaðaráætlun er kr. 36.088.500.
Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði Bás ehf. verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf.

4.Göngustígur við Ólafsfjarðarvatn - Verðkönnun

Málsnúmer 1806074Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 24.06.2019 þar sem fram kemur að tilboð hafi verið opnuð í verkið "Göngustígur suður með Ólafsfjarðarvatni" þann 24.06.2019.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Smári ehf. kr. 4.813.800
Magnús Þorgeirsson kr. 4.943.636
Kostnaðaráætlun er kr. 4.544.000.

Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Smára ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.

5.Stoðveggur við Hornbrekkuveg 8

Málsnúmer 1906038Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar, dags. 19.06.2019 þar sem óskað er eftir áliti sveitarfélagsins á því hver ber kostnað vegna viðgerða/lagfæringa á stoðvegg við heimili hans að Hornbrekkuvegi 8.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

6.Áform fjármálaráðherra að skerða tekjur jöfnunarsjóðs og mat á áhrifum á einstök sveitarfélög

Málsnúmer 1903058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Karls Björnssonar framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20.06.2019 þar sem fram kemur að horfið hafi verið frá svokallaðri tímabundinni frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árin 2020 og 2021. Í því felst hækkun framlaga um 279 millj. kr. árið 2020 og 1.404 millj. kr. árið 2021. Á móti vegur að með endurmati á tekjum ríkissjóðs lækkar hlutdeild jöfnunarsjóðs um samtals 1.488 millj. kr. á tímabilinu. Loks er gerð tillaga um 50 millj. kr. árlega lækkun frá árinu 2021 sem er ætluð til að draga almennt úr útgjaldavexti sviðsins en hefur ekki áhrif á framlög til jöfnunarsjóðsins. Í heildina litið eru því nettóáhrif því sem næst engin á tímabilinu í heild.“

7.Sjókvíaeldi

Málsnúmer 1704014Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf Héðins Valdimarssonar sviðsstjóra Umhverfisráðs Hafrannsóknarstofnunar, dags. 19.06.2019 við fyrirspurn bæjarráðs frá 9. apríl sl., þar sem óskað var upplýsinga um burðarþolsmat og áhættumat sjókvíeldis í Eyjafirði. Í svari kemur fram verið sé að vinna úr gögnum varðandi mælingar á burðarþoli og að niðurstöðu megi vænta um miðjan september. Þá kemur fram að áhættumat verði tilbúið nokkru síðar.

Bæjarráð óskar eftir að fá sent burðarþol frá Eyjafirði í september þegar það liggur fyrir.

8.Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum

Málsnúmer 1906040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Hreins Óskarssonar sviðsstjóra samhæfingarsviðs Skógræktarinnar og Hrefnu Jóhannsdóttur skipulagsfulltrúa Skógræktarinnar, dags 20. júní 2019 þar sem fram kemur að Skógræktin muni á næstu misserum óska eftir fundi með sveitarfélögum til þess að kynna áform um og ræða hvernig gera megi betur grein fyrir skógrækt og skógræktaráformum í aðalskipulagi hvers sveitarfélags.

9.Síldarævintýri 2019

Málsnúmer 1906042Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Guðmundar Óla Sigurðssonar, Halldóru Guðjónsdóttur og Þórarins Hannessonar fh. Stýrihóps um Síldarævintýri á Siglufirði, dags. 21.06.2019 þar sem fram kemur að félagið óski eftir að fá að nota heitið Síldarævintýri á dagskrá sem félagið hyggst standa fyrir á Siglufirði um verslunarmannahelgina. Einnig óskar félagið eftir aðstoð/leyfi frá sveitarfélaginu vegna eftirfarandi atriða:
Afnota af garðborðum og garðstólum í eigu sveitarfélagsins meðan á hátíðinni stendur.
Afnota af veislutjöldum í eigu sveitarfélagsins meðan á hátíðinni stendur.
Aðalgatan verði lokuð fyrir bílaumferð frá Túngötu að Grundargötu meðan á hátíðinni stendur og ekki verði hægt að þvera hana um Lækjargötu. Sveitarfélagið komi fyrir blómakerjum til að loka götunni.
Sveitarfélagið sjái um losun á ruslafötum og þrif í miðbænum eftir þörfum meðan á hátíðinni stendur.
Leyfi til að setja upp tvö lítil svið (u.þ.b. 2 x 3m) í miðbænum, annað á svæðinu aftan við og til hliðar við styttuna af Gústa guðsmanni, það mun vísa að veitingastaðnum Torginu, og hitt á svæðinu gegnt Aðalbakaríi, það mun vísa að bakaríinu. Sviðin yrðu sett upp á föstudegi og tekin niður á mánudegi.
Leyfi fyrir tónlist, lifandi eða af spilara, í sundhöll Siglufjarðar í um 2 klst. á opnunartíma þessa helgi.
Félagið fái aðgang að íþróttahúsinu á Siglufirði í 3 klukkustundir á opnunartíma þessa helgi til að vera með leiki fyrir börn ef veður verður óhagstætt til leikja úti við.
Sveitarfélagið setji upp salernishús í sinni eigu við Rammalóðina sem hátíðargestir hafi afnot af.
Sveitarfélagið veki athygli á viðburðinum á heimasíðu sinni og í öðrum kynningum sínum á viðburðum ársins.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og deildarstjóra tæknideildar.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fudur - 19. júní 2019

Málsnúmer 1906006FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fudur - 19. júní 2019 Nefndin heimilar DAP arkitektum að vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Tjarnargötu 12 í samræmi við 2.mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 610. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fudur - 19. júní 2019 Erindi samþykkt en nefndin áréttar að umrædd efnistaka hefur ekki áhrif á hljóðmön sem er í kringum mótorkrossbrautina. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 610. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fudur - 19. júní 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 610. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fudur - 19. júní 2019 Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 610. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fudur - 19. júní 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 610. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fudur - 19. júní 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 610. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fudur - 19. júní 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 610. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fudur - 19. júní 2019 Tæknideild falið að kortleggja það svæði þar sem fyrirhugað skógræktarsvæði samræmist aðal- og deiliskipulagi sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 610. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fudur - 19. júní 2019 Erindi samþykkt. Nefndin óskar eftir fjárheimild bæjarráðs. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fudur - 19. júní 2019 Nefndin samþykkir að vísa tillögum til úrvinnslu hjá tæknideild og þjónustumiðstöð Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 610. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fudur - 19. júní 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 610. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fudur - 19. júní 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 610. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:45.