Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

75. fundur 13. apríl 2021 kl. 17:00 - 18:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Markaðsherferð vegna atvinnu- og íbúaþróunar

Málsnúmer 2007015Vakta málsnúmer

Fjallabyggð gerði á síðasta ári samning við auglýsingastofuna Pipar/TBWA um gerð markaðsefnis fyrir atvinnu- og íbúaþróun undir heitinu Fjallabyggð fagnar þér. Fulltrúar auglýsingastofunnar komu til Fjallabyggðar í síðasta mánuði til að safna upplýsingum og myndefni. Afrakstur ferðarinnar birtist meðal annars í nokkrum stuttum myndböndum. Markaðs- og menningarnefnd er meðal þeirra sem hefur verið falið að rýna þau. Nefndin fór yfir myndböndin og tók saman athugasemdir sem verða sendar Pipar/TBWA.

Fundi slitið - kl. 18:20.