Endurnýjun á bifreið sambýlisins

Málsnúmer 2111072

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 207. fundur - 01.12.2021

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar varðandi ósk um endurnýjun á bifreið við Sambýli Lindargötu 2.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fela deildarstjóra félagsmáladeildar að finna bifreið fyrir allt að 13 millj.kr. og leggja erindið fyrir bæjarráð með viðauka þegar ljóst er endanlegt kaupverð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 752. fundur - 18.07.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar dags. 14. júlí 2022 þar sem lagt er til að keyptur verði nýr bíll af gerðinni VW Carevelle fyrir íbúarkjarnann að Lindargötu.

Deildarstjóri félagsmáladeildar óskar eftir að bæjarráð veiti heimild fyrir bifreiðarkaupunum að fjárhæð kr. 14.190.000.-
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir framkomið minnisblað og veitir fyrir sitt leyti heimild til kaupa á bifreið fyrir Sambýlið.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að útbúa viðauka fyrir fjárfestingunni og setja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 753. fundur - 08.08.2022

Á 752. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að útfæra viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna kaupa á bifreið fyrir íbúakjarnann að Lindargötu. Lagður er fram útfærður viðauki nr. 14 við fjárhagsáætlun 2022, að fjárhæð kr. 14.190.000,- sem hefur ekki áhrif á handbært fé.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 14/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 14.190.000,- vegna kaupa á bifreið fyrir íbúðakjarnann að Lindargötu. Ekki verður um lækkun á handbæru fé að ræða þar sem fært verður á milli fjárfestingalykla.