Hafnarstjórn Fjallabyggðar

124. fundur 25. nóvember 2021 kl. 16:30 - 17:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Andri Viðar Víglundsson aðalmaður, H lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
  • Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Elías Pétursson hafnarstjóri

1.Aflatölur 2021

Málsnúmer 2101067Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrri ár. Á Siglufirði höfðu þann 23. nóvember 20.412 tonn borist á land í 1.740 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 21.417 tonn í 1.884 löndunum. Á Ólafsfirði hafa 290 tonnum verið landað í 181 löndunum, á sama tíma í fyrra hafði 511 tonnum verið landað í 293 löndunum.

2.Fjárhagsáætlun 2022 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2109055Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir fjárhagsáætlun 2022 og viðhalds og fjárfestingaráætlun ásamt fylgiskjölum. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu hafnarsjóðs að fjárhæð 35 millj.kr og að fjárfest verði í mannvirkjum og búnaði fyrir 39,7 millj.kr.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun fyrir sitt leiti og vísar henni til bæjarráðs. Einnig samþykkir hafnarstjórn að leggja til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir 1 millj.kr. vegna framtíðarstefnumótunar hafna Fjallabyggðar sem hafnarstjórn hyggst láta vinna á komandi ári.

3.Varðskipið Freyja

Málsnúmer 2111007Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála er varða framkvæmdir sem í gangi eru og tengjast komu varðskipsins Freyju til Siglufjarðar ásamt og að fara yfir ýmis mál sem tengjast því að skipið mun eiga hér heimahöfn.

4.Staðsetning mengunarvarnarbúnaðs við Fjallabyggðarhafnir

Málsnúmer 2107003Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal yfirhafnarvarðar og slökkviliðsstjóra dags. 23. nóvember 2021, vinnuskjalið er unnið í samræmi við bókun hafnarstjórnar á 122. fundi hennar. Í vinnuskjalinu er lagt til að búnaðurinn verði settur niður á Hafnarbryggju, kostnaður vegna flutnings og frágangs er óverulegur og rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir að geyma mengunarvarnabúnað sveitarfélagsins á Hafnarbryggju í samræmi við framlagt minnisblað og felur yfirhafnarverði að klára verkefnið.

5.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 2111018Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá hafna en samþykkt hefur verið að gjaldskrár sveitarfélagsins hækki um 2,4% sem er ætluð verðlagsþróun komandi árs.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti 2,4% hækkun á gjaldskrám hafna.

6.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2102035Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir stöðu deiliskipulagsvinnu á hafnar- og athafnasvæði í Ólafsfirði.

7.Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og kynnti vinnuskjal vegna deiliskipulagsvinnu á hafnar- og athafnasvæði á Siglufirði og gerði að tillögu sinni að hafnarstjórn beindi því til bæjarstjórnar að farið verði í deiliskipulagsvinnu á komandi ári. Áætlaður verktími er þrír til sex mánuðir og er hlutur hafnarsjóðs í verkefninu áætlaður um 1 millj.kr.
Hafnarstjórn samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að unnið verði deiliskipulag á hafnarsvæði Siglufjarðarhafnar og aðliggjandi athafnasvæðum tengt þeirri vinnu sem nú þegar er í gangi og eða vitað er að þurfi að fara í gang.

8.Hafnarstjórn - Önnur mál 2021

Málsnúmer 2105006Vakta málsnúmer

1. Yfirhafnarvörður fór yfir hugmynd sem snýr að því að útbúa gerði eða einhverskonar skjól fyrir fiskikör á Vesturhöfninni í Ólafsfirði. Hafnarstjórn felur yfirhafnaverði að vinna málið áfram, m.a. með því að ræða við eigendur kara og aðra hagaðila sem og að kostnaðarmeta verkefnið.

2. Andri óskaði upplýsinga um framgang verkefnis sem snýr að því að setja upp ljós á tanganum fyrir neðan síldarminjasafnið. Yfirhafnavörður velti því upp hvort skynsamlegt væri að tengja framkvæmdina lýsingu á tanganum enda væri hann vinsælt svæði til útiveru. Yfirhafnaverði falið að skoða málið og leggja fyrir hafnarstjórn.

Fundi slitið - kl. 17:45.