Staðsetning mengunarvarnarbúnaðs við Fjallabyggðarhafnir

Málsnúmer 2107003

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 122. fundur - 17.08.2021

Lagt er fram vinnuskjal yfirhafnarvarðar og slökkviliðsstjóra dags. 15.08 2021, vinnuskjalið er unnið í kjölfar umræðu á 121. fundi hafnarstjórnar undir liðnum önnur mál. Í vinnuskjalinu er lagt til að mengunarvarnarbúnaður (gámur) verði staðsettur á hafnarbryggju, einnig er lagt til að gámurinn verði tengdur rafmagni ásamt ýmsum öðrum aðgerðum sem tryggja aðgengi að búnaðinum.
Hafnarstjórn tekur vel í þá hugmynd að staðsetja mengunarvarnarbúnað á hafnarbryggju og felur yfirhafnarverði að áætla kostnað vegna verkefnisins og leggja áætlun fyrir næsta fund. Einnig felur hafnarstjórn yfirhafnarverði og slökkviliðsstjóra að skoða aðrar staðsetningar á hafnarbryggju í samræmi við umræður á fundinum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 124. fundur - 25.11.2021

Lagt er fram vinnuskjal yfirhafnarvarðar og slökkviliðsstjóra dags. 23. nóvember 2021, vinnuskjalið er unnið í samræmi við bókun hafnarstjórnar á 122. fundi hennar. Í vinnuskjalinu er lagt til að búnaðurinn verði settur niður á Hafnarbryggju, kostnaður vegna flutnings og frágangs er óverulegur og rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir að geyma mengunarvarnabúnað sveitarfélagsins á Hafnarbryggju í samræmi við framlagt minnisblað og felur yfirhafnarverði að klára verkefnið.