Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

135. fundur 23. nóvember 2021 kl. 16:00 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson varaformaður, D lista
  • Díana Lind Arnarsdóttir aðalmaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Fjárhagsáætlun 2022 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2109055Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2022, fyrir málaflokka félagsþjónustu. Gert ráð fyrir að gjaldskrár og þjónustugjöld félagsþjónustunnar taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun.

Fram komu athugasemdir við fyrirhugaða gjaldskrá sundleikfimi og líkamsræktar eldri borgara, lagt er til að boðið verði upp á árskort og afsláttarkjör fyrir hjón.

Félagsmálanefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun félagsmáladeildar 2022 til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 17:00.