Stjórn Hornbrekku

30. fundur 19. nóvember 2021 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, I lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Fjárhagsáætlun 2022 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2109055Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2022 fyrir starfsemi heimilisins. Gert er ráð fyrir að rekstur heimilisins skili jákvæðri niðurstöðu á næsta ári. Lagt er til að aukið verði við liðinn „námskeið“ svo unnt sé að hefja innleiðingu á Eden hugmyndafræðinni. Stjórn Hornbrekku samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun Hornbrekku 2022 til bæjarráðs.

2.Starfsemi Hornbrekku 2021

Málsnúmer 2101018Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri upplýsti að vegna covid-19 smita í nærsamfélagi og á meðan verið er að vinna úr þeim verður lokað fyrir allar heimsóknir á Hornbrekku.
Hjúkrunarforstjóri kynnti niðurstöður kannana meðal starfsmanna og íbúa Hornbrekku.
Hornbrekka hefur svarað Sjúkratryggingum Íslands vegna fyrirspurnar um gæðakerfi og handbækur sem stuðst er við í innra starfi heimilisins.

3.Erindi frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2110064Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar upplýsingapóstur frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Fundi slitið - kl. 13:00.