Fréttir

Vinna við stefnumótun í Fjallabyggð

Vinna við stefnumótun Fjallabyggðar hefur staðið yfir í apríl og maí. Í þessum áfanga er unnið að stefnumótun í fræðslu-, menningar-, frístunda- og starfsmannamálum, en fyrirhugað er að hefja vinnu við stefnumótun í félagsmálum, málefnum stjórnsýslunnar og fleiru í haust.
Lesa meira

Veglegar gjafir til grunnskólana

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á hátíðarfundi sínum í gær veglegar gjafir til grunnskóla Fjallabyggðar í tilefni af 90 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar. Samþykkt var að veita grunnskólunum tveimur 5.000.000 kr. hvorum að gjöf til kaupa á leiktækjum við skólana. Auk þess var samþykkt að veita 1.000.000 kr. til skráningar á skíðasögu Fjallabyggðar.
Lesa meira

Skíðafélag Ólafsfjarðar fær veglegan styrk

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, úthlutaði í dag styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Að þessu sinni var úthlutað úr tveimur flokkum; annars vegar íþróttastyrkjum og hins vegar styrkjum sem veittir eru ungum afreksmönnum á sviði mennta, lista og íþrótta.  
Lesa meira

Til hamingju með daginn

Ágætu íbúar Fjallabyggðar. Ég óska ykkur innilega til hamingju með daginn. Í dag er Siglufjarðarkaupstaður 90 ára og er það stór dagur í huga allra Siglfirðinga sem og annarra íbúa Fjallabyggðar. Við eigum langa og stórmerkilega sögu, sem of langt mál væri að fara með hér. Í dag þriðjudag er sjálfur afmælisdagurinn. Skipulögð dagskrá er frá kl. 11:00 til 15:00 en þá verður hátíðarfundur bæjarstjórnar í tilefni dagsins. Á laugardaginn kemur verður síðan haldið upp á afmælið með veglegri veislu fyrir íbúa Fjallabyggðar og aðra góða gesti. Það er því mikilvægt að bæirnir okkar skarti sínu fegursta þessa vikuna og um helgina. Ég hvet því alla til að snyrta í kringum hús sín og fyrirtæki. Hlakka til að sjá ykkur á röltinu. Þórir Kr. Þórisson, bæjarstjóri Dagskráin í dag Dagskráin á Laugardag
Lesa meira

Atvinna - afleysing

Starfsmaður óskast til afleysinga á Leikhólum frá 15. ágúst. Umsóknarfrestur er til 31. maí. Nánari upplýsingar  gefur leikskólastjóri í síma 4649242. Svandís Júlíusdóttir leikskólastjóri
Lesa meira

Sundlaugin á Siglufirði lokuð

Sundlaugin á Siglufirði verður lokuð til 5. júlí nk vegna framkvæmda á lofti yfir sundlaug. Um er að ræða löngu tímabært verk sem og önnur viðhaldsverkefni sem verður farið í, á meðan að þessum framkvæmdum stendur.
Lesa meira

„Hugsað um barn“

Skerandi barnsgrátur sem barst að utan vakti athygli starfsmanna bæjarskrifstofu Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Þar sem grátinum linnti ekki fóru starfsmenn af stað til að athuga með aumingja barnið.
Lesa meira

Fundur í Bæjarstjórn Fjallabyggðar 20. maí nk.

27. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsinu á Siglufirði þriðjudaginn 20. maí 2008 kl. 15.00.
Lesa meira

Grunnskóli Siglufjarðar verðlaunaður

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 13. sinn, 15. maí, við athöfn sem hófst kl. 16:00 í Þjóðmenningarhúsi við Hverfisgötu.
Lesa meira

Fjallabyggð óskar Elínu til hamingju með daginn

Elín Jónasdóttir að Suðurgötu 68 á Siglufirði er 100 ára í dag 16.maí. Elín fæddist í Efri-Kvíhólma undir Vestur-Eyjafjöllum og ólst þar upp í faðmi stórrar fjölskyldu. Foreldrar hennar voru þau Jónas Sveinsson, bóndi, og Guðfinna Árnadóttir,húsfreyja.
Lesa meira