Sundlaugin á Siglufirði lokuð

Sundlaugin á Siglufirði verður lokuð til 5. júlí nk vegna framkvæmda á lofti yfir sundlaug. Um er að ræða löngu tímabært verk sem og önnur viðhaldsverkefni sem verður farið í, á meðan að þessum framkvæmdum stendur.

Á síðasta ári var skipt um þak á húsinu og er þetta lokaliður í því að laga loftið sem var orðið frekar illa farið. Ræktin, heiti potturinn og sturtur verða opnar á meðan þessum framkvæmdum stendur, en sundlaugin sjálf verður lokuð. 

Vonumst við til að þetta muni valda sem minnstum óþægindum fyrir bæjarbúa og ferðamenn og bendum á að kort í sund/rækt á Siglufirði gilda einnig í sund/rækt á Ólafsfirði (og öfugt) 

En við vonumst til að sjá sem flesta í sundi að framkvæmdum loknum.