Fréttir

Glæsilegur árangur hjá Gunnlaugu

Lokaathöfn stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Dalvíkurkirkju á mánudag. Þar komu fram átta nemendur sem allir lásu mjög vel. Skáld keppninnar voru að þessu sinni Jón Sveinsson (Nonni) og Steinn Steinarr. Á lokahátíðinni komu saman þeir þrír nemendur 7. bekkjar sem þóttu standa sig best í undankeppni hvers skóla í Dalvíkurbyggð og Ólafsfirði.
Lesa meira

Troðin göngubraut í Skeggjabrekkudal

Búið er að troða göngubraut langt inn í Skeggjabrekkudal. Fært er fyrir bíla upp í golfskála og byrjar brautin þar. Upp í dal er 12 stiga hiti, sól og blíða.  
Lesa meira

Stórar fréttir frá Steingrími og www.sksiglo.is.

Ljósmyndasafn Steingríms og vefurinn Lífið á Sigló hefur skipt um eigendur. Stofnað hefur verið fyrirtæki með nafninu SKSigló ehf. utan um rekstur þess. Eigendur fyrirtækisins eru Steingrímur Kristinsson og fyrirtækið Rauðka hf. en að því standa m.a. Róbert Guðfinnsson og Sparisjóður Siglufjarðar ásamt fleirum.
Lesa meira

Grunnskóli Siglufjarðar hefur fengið þrjár tilnefningar til foreldraverðlauna í ár.

Þann 15. maí n.k. munu Heimili og skóli – landssamtök foreldra veita hin árlegu Foreldraverlaun og er það nú gert í 13. sinn. Leitað var eftir tilnefningum um einstakling, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða skóla á leik-. grunn- og framhaldsskólastigi sem stuðlað hafa að árangursríkum leiðum til að efla samstarf foreldra og kennara og verkefnum sem hafa komið sér vel fyrir foreldra eða börn á einhvern hátt. Alls bárust 35 tilnefningar.
Lesa meira

Úthlutun verkefnastyrkja Menningarráðs Eyþings

Fimmtudaginn 10 apríl úthlutaði Menningarráð Eyþings verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings. Er þetta önnur úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í Tónlistarhúsinu Laugarborg að viðstöddu fjölmenni. Alls bárust ráðinu 75 umsóknir um rúmar 60 milljónir. 49 verkefni hlutu styrk að upphæð rúmar 20 milljónir króna, þar af voru fjögur verkefni úr Fjallabyggð.
Lesa meira

Auglýsing frá Bæjarskrifstofum Fjallabyggðar

Bæjarskrifstofur Fjallabyggðar verða lokaðar eftir hádegi miðvikudaginn 23. apríl nk., vegna starfsmannafundar. Skrifstofu- og fjármálastjóri.  
Lesa meira

Fjallabyggð auglýsir eftir framkvæmdarstjóra til að sjá um Síldarævintýrið 2008

Fjallabyggð auglýsir eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi eða félagasamtökum til að sjá um undirbúning og framkvæmdastjórn á hátíðarhöldum vegna Síldarævintýrisins, þ.e. hátíðarhöldum um verslunarmannahelgi 2008.
Lesa meira

Umhverfisfulltrúi í Ólafsfirði eða á Siglufirði

Fjallabyggð leitar að áhugasömum og framsæknum einstaklingi til að sinna starfi umhverfisfulltrúa.  Umhverfisfulltrúi ber ábyrgð á því að útlit bæjarins sé snyrtilegt og bæjarfélaginu til sóma.  Hann þarf að hafa forustu um bætta umgengni, endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs og halda uppi fræðslu og áróðri í því skyni.
Lesa meira

Skíðamót í Skarðinu

Skíðamót verða haldin í Siglufjarðarskarði helgina 12. - 13. apríl nk. Keppt verður bæði laugardag og sunnudag. Nafnakall kl. 12.30 við Markhús ( leitið upplýsinga í sjoppunni í þjónustuhúsinu ) Keppni hefst kl.13.00 báða dagana.  
Lesa meira

Tveggja þjónn í Ólafsfirði

Leikfélag Siglufjarðar er með sýningu á Tveggja þjónn  í Tjarnarborg nk. laugardag.  Sýning hefst kl. 20:30 og húsið opnar kl. 20:00
Lesa meira