Hafnarfjall - Strákar / Hafnarfjall mountain – Strákar ridge

Vegalengd: 13 km
Leið: Skarðsdalur - Skjaldarbringur - Leirdalir - Hafnarfjall - Hvanneyrarhyrna - Strákar - Hvanneyrarskál
Hækkun: 687
Göngutími: 5-7 klst

Gangan hefst við stiku hjá efstu og nyrstu vegarbeygju í Skarðsdal. Gengið er eftir stikum þvert á allbratta hlíð norður á Grashólabrúnir uns sést niður á Dalaskarð. Hægt er að taka örstuttan krók austur á Snók með góðu útsýni yfir Siglufjörð. Merkt gönguleið liggur niður á Skjaldarbringur og skarast við leiðina vestur á Dali. Við Styrbjarnardys sveigir leiðin norðaustur upp á Hafnarfjall með góðri sýn yfir fjörðinn. Þar er varasamt hengi­ug niður snarbratta kletta ofan Jörundarskálar. Gengnar eru melbungur og má fara skemmri leið niður í sunnanverða Fí­adali og áfram á Stórabola, snjó­óðaleiðigarð við suðurhluta kaupstaðarins. Þessi leið um 3,5 km er öll stikuð. Hægt er að halda áfram norður Hafnarfjall og vestan Hafnarhyrnu en upp á hana er vel fært vönu fjallafólki og sést þar í hálft hundrað nafngreindra hnjúka, tinda og hyrna. Greið og stikuð leið liggur að nokkru tilbaka niður í norðvestanverðan botn Hvanneyrarskálar og fram á skálarbrún ofan kaupstaðarins.

Distance: approx. 13 kilometres
Route: Skarðsdalur - Skjaldarbringur - Leirdalir – Hafnarfjall – Hvanneyrarhyrna – Strákar – Hvanneyrarskál
Maximum elevation 687 m.
Hiking time in hours: 5-7 hours.

The hike begins at the marker post on the uppermost road bend and furthest to the north in Skarðsdalur valley. You then hike from post to post across a rather steep hillside north of Grashólabrúnir ridge until you have a view down to the Dalaskarð pass. It is possible to take a very short detour east to Snókur where you get a good view over the town of Siglufjörður. A marked hiking trail leads down to the Skjaldarbringur area and overlaps the route west to the Dalir region. At the Styrbjarnardys cairn the trail curves northeast up to the Hafnarfjall mountain, where there is a good view over the fjord. At that place, there is a treacherous precipice beneath which there are very steep cliffs above the Jörundarskálar basin. The hike takes you over an uneven gravel area and it is possible to take a shorter route down to the southern part of Fífladalir hollows and continue to the Stóriboli snow avalanche earthworks, which are located at the southern part of the town. This trail is approximately 3.5 km long with marker posts along the route. It is possible to continue the walk north along Hafnarfjall mountain and west of Hafnarhyrna mountain and the hike up the mountain is easily doable for all experienced mountaineers. An easy path marked with posts leads back down towards the north-westerly bottom of the Hvanneyrarskál basin and to the basin rim above the town.