Botnaleið

Vegalengd: 21-21 km
Leið: Garður í Ólafsfirði – Skeggjabrekkudalur – Möðruvallaháls - sunnan Ámárhyrnu – Hólsskarð - Siglufjörður.
Vegalengd: 20-21 km. 
Mesta hæð: 630 m.
Göngutími: 8-10 klst.

Skeggjabrekkudalur er nokkuð langur dalur. Dalurinn er mjög grösugur og vinsælt útivistarsvæði jafnt vetur sem sumar. Berjaspretta er góð í dalnum og einstaka birkihrísla skríður með jörðu vegna snjóþunga. Raunar ber dalurinn tvö nöfn, sunnan árinnar nefnist hann Garðsdalur og að norðan Skeggjabrekkudalur. Eyðibýlið Skeggjabrekka stendur í mynni dalsins. Þar er nú golfvöllur bæjarins, níu holu völlur. Árið 1942 var Garðsáin virkjuð og var lengi eina raforkuverið í firðinum eða þar til háspennulína var lögð frá Skeiðsfossvirkjun í Fljótum. Árið 1944 var ráðist í að bora eftir heitu vatni og er Hitaveita Ólafsfjarðar því með elstu veitum landsins. Leiðir sem liggja um dalinn eru Botnaleið til Siglufjarðar, leið til Héðinsfjarðar og leið um Sandskarð í Fljót. Gangan fram dalinn er létt og gengið er í kindaslóðum eða eftir slóð sem myndaðist við að ljósleiðari var lagður frá Siglufirði. Hægt er að fylgja slóðinni til Siglufjarðar. Um miðjan dal er framhlaup sem hefur stíflað dalinn en áin brotið sér leið í gegn og er þessi skriða nú kölluð Hólar. Framan við Hóla er mjög grösugt og skjólgott. Fjöllin sem umlykja dalinn teygja sig upp yfir 900 m að sunnan og Skeggjabrekkuhyrna 907 m að norðan. Auðvelt er að fara með hesta um Botnaleið bæði til Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. Gengið er upp í skarð í fjallgarðinn sem kallast Háls (Möðruvallarháls). Þegar staðið er á Hálsinum sést vel til Ólafsfjarðar og leiðin til Siglufjarðar er greinileg. Á vinstri hönd er örstutt í Sandskarð til Fljóta og til hægri er gengið niður í Héðinsfjörð. Þegar haldið er áfram til Siglufjarðar er Ámárhyrna gott kennileiti og er þá gengið ofan hennar, fljótlega blasir Hólsskarð við. Úr skarðinu er greið leið niður í Siglufjörð, fyrst niður bratta skriðu, svo melöldur og að lokum eftir grónum götum meðfram Fjarðará.

Distance: 20 -21 kilometres
Route: Garður in Ólafsfjörður – Skeggjabrekkudalur – Möðruvallaháls - south of Ámárhyrna – Hólsskarð - Siglufjörður.
Maximum elevation: 630 metres.
Hiking time in hours: 8-10 hours.

Skeggjabrekkudalur valley is a fairly long valley. The valley is a lush, grassy area, and it is popular for outdoor activities both during the winter and in the summer. There is a rich berry crop in the valley and from time to time a single small birch may creep along the soil beacuse of heavy snow. As a matter of fact the valley has two names, south of the river it is called Garðsdalur valley and north of the river its name is Skeggjabrekkudalur valley. The abandoned farm Skeggjabrekka is located in the mouth of the valley. This is now where the town's golf course is located, a nine hole golf course. In 1942 the Garðsá river was harnessed and it remained for a long period the only power station in the fjord or until a power transmission line was set up by the Skeiðsfossvirkjun power station in the Fljót area. In 1944 drilling for geothermal water began and as a result the Ólafsfjörður hot water supply is one of the oldest heating providers in the country. The trails that lead through the valley are the Botnaleið trail to Siglufjörður, one trail to Héðinsfjörður and a trail through the Sandskarð pass in the Fljót area. The hike through the valley is easy and you walk along sheep paths or along a track that was created when an optical fiber cable was laid from Siglufjörður. You can follow the track to Siglufjörður. In the middle of the valley there is a landslide which has caused a blockage in the valley but the river has forged it way through and this landslide is now named Hólar landslide. In front of Hólar the area is very grassy and and provides a good shelter. The mountians surronding the valley rise up to more than 900 m to the south and Skeggjabrekkuhyrna mountain rises up to 907 m in the north. It is easy to bring horses along the Botnaleið trail both to Siglufjörður and Héðinsfjörður. You hike up through a pass in the mountain range, and the pass is called Háls - hill (Möðruvallarháls). When you stand up on the Háls hill you have a clear view over to Ólafsfjörður and the trail to Siglufjörður is unmistakable. To the left there is a short distance to the Sandskarð pass and onward to the Fljót area and to the right you walk down to Héðinsfjörður fjord. When you continue on to Siglufjörður the Ámárhyrna mountain is a good landmark and then you hike on down the mountain, soon the Hólsskarð pass lays before you. From the pass there is an unhindered trail down to Siglufjörður, to begin with downwards along a steep scree, then follows a wave formed gravel plain and then finally you walk along a grassy trail along the Fjarðará river.