Fréttir

Byggðakvótaúthlutun loksins hafin á Siglufirði

Síðastliðinn þriðjudag birti fiskistofa nýtt yfirlit yfir stöðu úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2006-2007 samkvæmt reglugerð nr. 439/2007 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007.  
Lesa meira

Stofnanir merktar

Fyrr á árinu var tekin sú ákvörðun að merkja allar stofnanir Fjallabyggðar með eins merkingum. Á næstu dögum munu starfsmenn áhaldahúss byrja á að koma þessum merkingum fyrir. Merkingar þessar verða hinar glæsilegustu og eru góð byrjun á að gera umhverfi Fjallabyggðar snyrtilegra.
Lesa meira

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990-2010 og tillögu að deiliskipulagi snjóflóðavarna við Hornbrekku, Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum 10. júní 2008 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990-2010 ásamt umhverfisskýrslu og auglýsist hún hér með.  Tillagan er auglýst með vísan til 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Hægt er að skoða auglýsingu, skýrslu og teikningar  varðandi breytingarnar hér.
Lesa meira

Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins 2008

Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins 2008 býður uppá skemmtilega og fræðandi dagskrá yfir helgina.
Lesa meira

Hundaeigendur athugið

Samkvæmt samþykktum um hundahald á Siglufirði og í Ólafsfirði skal hundur aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í festi og í fylgd með manni, sem hefur fullt vald yfir honum. Eiganda hunds ber einnig skylda til að hreinsa upp saur eftir hund sinn samkvæmt sömu samþykktum.
Lesa meira

Gönguferð upp á Dalaskarð

Siglufjarðar deild FÍ býður til gönguferðar upp á Dalaskarð Laugardagin21.júní 2007 kl. 22.00 – 02:00. Hægt er að finna dagskránna hér.
Lesa meira

Siglingakeppni - Frestað

Ákveðið hefur verið að fresta siglingakeppninni sem vera átti á laugardaginn. Ákvörðun þessi er tekin af verkefnisstjóra og siglingaklúbbnum Nökkva á Akureyri sem sjá átti um keppnina. Ástæðan er m.a. slæmt veður, þ.e.s. veðrið undanfarið hefur gert keppendum erfitt fyrir að koma til mótsins. Því var ákveðið að fresta keppninni um óákveðinn tíma.
Lesa meira

Kynning á siglingakeppninni

Þórir bæjarstóri kynnir siglingakeppnina í sem haldin verðu á Siglufirði 21. júní í Morgunútvarpi Rásar 2. á mánudaginn kl 8:12. Þátturinn byrjar klukkan 06:45 og er til klukkan 09:00. Umsjónarmenn eru Gestur Einar og Hrafnhildur http://www.ruv.is/morgunutvarp/
Lesa meira

Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins 2008

Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins 2008 haldin í samstarfi við Fjallabyggð vegna 90 ára afmælis Siglufjarðarkaupstaðar.
Lesa meira

N4 í Fjallabyggð

Nú er komið að því. Fyrir nokkrum mínútum hófust útsendingar N4 Sjónvarp Norðurlands í gegnum dreifikerfi Digital Ísland á rás 15. Eins og íbúar Fjallabyggðar vita náðum við hér í Fjallabyggð takmörkuðum fjölda rása Digital Íslands en nú hefur orðið breyting á. Auk fjölda ruglaðar sjónvarpstöðva sem hægt er að kaupa áskrift af hjá Digital Ísland er þar að finna nokkrar óruglaðra sjónvarpsstöðvar eins og N4. Þó er einungis hægt að ná þessum stöðvum sé maður með afruglara frá Digtail Ísland eða með sjónvarp með sérstökum digital móttakar (DVB). Hægt er að skoða dagskrá N4 hér http://www.n4.is/page/dagskra/ 
Lesa meira