Byggðakvótaúthlutun loksins hafin á Siglufirði

Frá Siglufjarðarhöfn
Frá Siglufjarðarhöfn
Síðastliðinn þriðjudag birti fiskistofa nýtt yfirlit yfir stöðu úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2006-2007 samkvæmt reglugerð nr. 439/2007 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007.  

Í fyrsta skipti voru þar tölur um úthlutun byggðakvóta til siglfirskra báta, en verulegar tafir urðu á afgreiðslu kærumála vegna úthlutunarinnar hjá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

Tveir bátar, Oddur á Nesi SI 76 og Jonni SI 86, fengu úthlutað samtals 30.000 þorskígildum sem eru um 15% af þeim 204 þorskígildistonnum sem úthlutað verður á Siglufirði. Í Ólafsfirði hefur verið úthutað 66.686 þorskígildum, sem eru um helmingur þeirra 135 þorskígildistonna sem úhluta á til ólafsfirskra báta.

Þann 15. júlí mun þeim byggðakvóta sem ekki hefur verið nýttur verða endurúthlutað til þeirra báta sem hafa uppfyllt skilyrði úthlutunar fyrir öllum þeim kvóta sem féll þeim í skaut við upphaflega úthlutun.

Ítarefni: Samantekt upplýsinga um byggðakvóta á vef Fiskistofu