Fréttir

Fjallabyggð fagnar vatnsfundi

Í viðtali í hádegisfréttum útvarps í gær greindi Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri frá því að sveitafélagið hygðist nýta vatnið í Héðinsfjarðargöngunum til neyslu, iðnaðar og jafnvel útflutnings. Hann sagði vatnsfundinn mikinn feng fyrir sveitarfélagið og svo mikið vatn væri á svæðinu að það gæti dugað öllu Eyjafjarðarsvæðinu.
Lesa meira

Ný heimasíða fyrir Síldarævintýrið og hátíðarlagið

Búið er að setja upp nýja heimasíðu fyrir Síldarævintýrið 2008. Síðan kom upp rétt fyrir helgi og er enn verið að vinna við að fylla hana af upplýsingum. Þar er meðal annars hægt að finna myndir, umfjöllun um þá listamenn sem koma fram, dagskrá og margt fleira.
Lesa meira

Fylgiblað um Siglufjörð með Fréttablaðinu í dag

Með Fréttablaðinu í dag fyrlgir sérstakt blað um Siglufjörð. Í blaðinu eru m.a. skemmtilegar greinar um mannlíf og atvinnulíf á Siglufirði auk fjöld mynd frá honum Steingrími okkar. Einnig er Síldarævintýrinu gerð góð skil.
Lesa meira

Unglingavinnan

Fram kom í Svæðisútvarpinu fyrir helgi að unglingar á Eyjafjarðarsvæðinu eru mis vel launaðir. Sextán ára unglingar í Grýtubakkahreppi bera mest úr býtum þegar skoðað er tímakaup unglinga fyrir sumarvinnu hjá sveitarfélögum í Eyjafirði. Hæsta tímakaupið hjá fjórtán og fimmtán ára er hjá Dalvíkurbyggð. Lægsta tímakaupið hjá öllum þremur aldursflokkunum greiðir Fjallabyggð.
Lesa meira

Baldur Ævar keppir í Peking

Fimm íslenskir íþróttamenn undirbúa sig nú fyrir Ólympíumót fatlaðra sem fram fer í Peking í september og keppa þar í sundi, frjálsíþróttum og kraftlyftingum. Þeirra á meðal er Ólafsfirðingurinn Baldur Ævar Baldursson sem keppir í langstökki. Baldur Ævar er öflugur íþróttamaður í fleiri en einni grein og hefur m.a. hlotið styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ. Baldur Ævar starfar hjá Fjallabyggð við íþróttasvæðin í Ólafsfirði.
Lesa meira

Sorphirða í Siglufirði

Eins og flestir vita tók Seyra ehf. að sér sorphreinsun og umsjón með gámasvæði í Siglufirði þann 15. júlí sl. Gámasvæðið í Siglufirði er opið sem hér segir: Virka daga frá kl. 13:00 til 18:00 Laugardaga frá kl. 15:00 til 18:00 Vaktmaður er á staðnum á þessum tímum. Siglfirðingar er vinsamlegast beðnir um að virða þessa opnunartíma! 
Lesa meira

Allt á floti alstaðar

Á sksiglo.is - Lífið í Fjallabyggð má finna fréttir og frábærar myndir af hinum mikla vatnsflaumi sem valdið hefur miklum töfum við gangnagerðina undafarið. http://www.sksiglo.is/news/hednsfjardargong_ol./
Lesa meira

Byggðastofnun skoðar veikleika og styrkleika Fjallabyggðar

Eitt af verkefnum sem tilgreind eru í byggðaáætlun 2006-2009 nefnist „Athugun á stöðu byggðarlaga sem búa við viðvarandi fólksfækkun“. Þar segir m.a.: „Gerð verður athugun á stöðu byggðarlaga sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun. Styrkleikar þeirra og veikleikar verða metnir og greindir möguleikar til eflingar byggðarlaganna.“ Fjallabyggða var eitt þeirra byggðalaga sem skoðaða var.
Lesa meira

Prince Albert II á Siglufirði

Við höfnina í Siglufirði liggur lúxus skemmtiferðaskipið Prince Albert II. Skipið er nefnt í höfuðið á Prins Albert II frá Monaco, en hann gaf skipinu nafn á sínum tíma.
Lesa meira

Skráning í hóp áhugafólks um flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu

Seyra ehf stendur fyrir stofnun hóps áhugafólks meðal almennings í Fjallabyggð. Markmiðið með þessum hópi er að fá fólk til skrafs og ráðagerða um flokkunar- og endurvinnslumál.   Hugmyndin er að þannig geti orðið skapandi umræða í hópnum um þessi mál, sem ætti að vera öllum til góðs.
Lesa meira