Fréttir

Íbúum Fjallabyggðar fækkar

Íbúum í Fjallabyggð fækkaði um 25 á fyrri helmingi ársins. Íbúum Norðurlands í heild fjölgaði hins vegar um 60 samkvæmt tölum Hagstofunnar um búferlaflutninga.
Lesa meira

Samráðsfundur vegna framhaldsskólans í dag

Ákveðið hefur verið að halda samráðsfundi með íbúum Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Dalvíkur vegna væntanlegs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Fyrsti fundur verður haldinn í Ólafsfirði, Tjarnarborg, fimmtudaginn 4. sept. nk. kl. 17:00 og sama dag á Siglufirði kl. 20:00 í Ráðhúsinu. Atvinnurekendur á svæðinu, skólafólk, foreldrar og aðrir áhugasamir aðilar sem vilja hafa áhrif á starfsemi framhaldsskólans eru hvattir til að mæta. Jón Eggert Bragason, Verkefnisstjóri framhaldsskólans
Lesa meira

Símkerfið komið í lag

Símkerfi Fjallabyggðar er nú aftur komið í lag. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að hafa orðið vegna bilunarinnar.
Lesa meira

Kynning á Stjórnendaþjálfun frá Leadership Management International (LMI)

Kynning  á  stjórnendaþjálfuninni  frá  LMI  á vegum Reynir-ráðgjafastofu  verður  haldin  í Bæjarstjórnarsalnum  í Ráðhúsinu á Siglufirði þriðjudaginn 16. september 2008  kl. 14.30 – 16.00. 
Lesa meira

Útivistartími barna og unglinga

Útivistartími barna og unglinga breytist að venju 1. september ár hvert og verður eftirfarandi til 1. maí nk, :
Lesa meira

Öllum tilboðum hafnað í rekstur skíða- og knattspyrnusvæða á Siglufirði

Á fundi sínum 28. ágúst féllst bæjarráð á afstöðu frístundanefndar að öllum tilboðum í rekstur skíða- og knattspyrnusvæða á Siglufirði skildi hafnað og staðan metin upp á nýtt.  
Lesa meira

Útboð - Tjarnarborg

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í endurbætur á Tjarnarborg Ólafsfirði.  Um er að ræða standsetningu á forsal og tveimur snyrtingum sem felst í að skipta um öll yfirborðsefni og hreinlætistæki.  Miðað er við að verkið geti hafist 18. september og verði lokið 20. október 2008.
Lesa meira

Sirkus Agora fyrir norðan

Fjölleikahúsið Sirkus Agora er nú komið til landsins með 150 metra langa vagnalest og mun ferðast um landið og setja upp sýningar á 10 stöðum frá 29. ágúst til 16. september. Sirkusinn verður á Akureyri um helgina þegar Akureyrarvaka verður haldin og á Sauðárkróki 1. september. 
Lesa meira

Frá Tónlistarskóla Siglufjarðar

Síðasti innritunardagur er í dag, föstudag. Nánari upplýsingar eru á umsóknareyðublöðum sem fást í Aðalbúðinni og á skrifstofu skólans.
Lesa meira

20 ár liðin

Í dag eru 20 ár liðin frá því að aurskriður féllu niður í Ólafsfjörð úr hlíðum Tindaaxlar og ollu miklu tjóni. Fyrri skriðan var um áttatíu metra breið og tveggja til fjögra metra há. Skriðan kom niður á og á milli húsanna 69 og 71 við Hlíðarveg, hreif með sér tvo bíla áður en hún lenti á Hornbrekkuvegi 7.
Lesa meira