Sirkus Agora fyrir norðan

Fjölleikahúsið Sirkus Agora er nú komið til landsins með 150 metra langa vagnalest og mun ferðast um landið og setja upp sýningar á 10 stöðum frá 29. ágúst til 16. september. Sirkusinn verður á Akureyri um helgina þegar Akureyrarvaka verður haldin og á Sauðárkróki 1. september. 
Sirkus Agora er að fagna 20 ára starfsafmæli sínu þetta árið og kusu forráðamenn Agora að koma til Íslands til að fagna þeim áfanga.Sirkusinn hefur ferðast um Noreg í allt sumar og hafa yfir 150.000 manns séð sýningarnar sem fá frábæra dóma. Hér er um að ræða frábæra fjölskylduskemmtun og er þetta einstakt tækifæri til að sjá alvöru Sirkusfólk að störfum en Sirkusinn er samansettur af mörgum þjóðarbrotum.Hægt er að nálgast miða á http://midi.is/atburdir/1/5263 en einnig verða þeir seldir við innganginn.