Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í endurbætur á Tjarnarborg Ólafsfirði. Um er að ræða standsetningu á forsal og tveimur snyrtingum sem felst í að skipta um öll yfirborðsefni og hreinlætistæki. Miðað er við að verkið geti hafist 18. september og verði lokið 20. október 2008.
Áætlaðar helstu magntölur:
· Niðurrif á veggjapanel, skilrúmum og flísum 60 m2
· Fjarlægja gólfefni, flota og flísa/teppaleggja að nýju 80 m2
· Hitalagnir í gólf, fræsing og lögn 80 m2
· Dúkleggja veggi á snyrtingum 50 m2
· Setja upp tvö útsogskerfi fyrir snyrtingar
· Endurnýja vatns- hita- og raflagnir
· Hreinlætistæki
· Skilrúm á snyrtingum 13 m
· Málun á veggjum og loftum 100 m2
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu útboði eru beðnir um að snúa sér til Tæknideildar Fjallabyggðar. Fundur verður í Tjarnarborg með væntanlegum bjóðendum þriðjudaginn 9. september Kl. 17:00, Þar sem farið verður yfir umfang verksins og geta þá bjóðendur komið fram með fyrirspurnir.
Útboðsgögn verða tilbúin til afhendingar á bæjarskrifstofunum á Siglufirði og Ólafsfirði fimmtudaginn 11. september.
Tilboðum skal skila á bæjarskrifstofuna á Ólafsfirði eigi síðar en kl. 14:00, þriðjudaginn 16. September 2008. Tilboð verða opnuð þar að þeim tíma liðnum að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Frekari upplýsingar gefur Stefán Ragnar Hjálmarsson bæjartæknifræðingur