Kynning á Stjórnendaþjálfun frá Leadership Management International (LMI)

Kynning  á  stjórnendaþjálfuninni  frá  LMI  á vegum Reynir-ráðgjafastofu  verður  haldin  í Bæjarstjórnarsalnum  í Ráðhúsinu á Siglufirði þriðjudaginn 16. september 2008  kl. 14.30 – 16.00. 

 


Frá  árinu  1998  hefur  Reynir-ráðgjafastofa  boðið  upp  á  stjórnendaþjálfun  frá  bandaríska fyrirtækinu  Leadership  Management  International  (LMI)  fyrir  stjórnendur  og millistjórnendur  í stórum og smáum fyrirtækjum á Norðurlandi eystra, Höfuðborgarsvæðinu og víðar.   Á annað hundrað stjórnendur hafa nú farið  í gegnum slíka þjálfun hér á  landi, en meðal  annars  hafa  stjórnendur  frá  Háskólanum  á  Akureyri,  Orkuveitu  Reykjavíkur, Rafmönnum, Kjörís, Brimi, Fljótsdalshéraði o.fl. fengið þessa þjálfun. Í  boði  nú  eru  þrír  þjálfunarpakkar; Árangur  í  starfi,  þar  sem mönnum  er  fylgt  eftir  í  5-6 mánuði  og  Persónuleg  stjórnun,  þar  sem  eftirfylgdin  er  8-9  mánuðir  og Hvatningarstjórnun, þar sem eftirfylgdin er 7-8 mánuðir. Námskeiðsefnið er upprunnið í Bandaríkjunum, en mikill fjöldi stjórnenda hefur farið í þessa þjálfun um allan heim, 30 þúsund stjórnendur  í Svíþjóð og yfir 10 þúsund  í Danmörku hafa nýtt sér aðferðir LMI.

Dagskrá:
14.30-14.40   Kynning
14.40-15.00   Heildarþjálfun stjórnenda frá LMI.  Efnið og uppruni þess.
15.00-15.15   Hlé 
15.15-15.45   Nánar um verkfærin í LMI þjálfuninni. 
15.45-15.55   Umræður. 
15.55-16.00  Lok

Tækifæri verður til að halda áfram umræðum eftir að formlegri dagskrá lýkur.
Kynnir: Kristján M. Magnússon framkvæmdastjóri og LMI þjálfari

Þátttökutilkynningar: 
Fyrir hádegi;    Reynir-ráðgjafastofa – Dýrleif. Sími 460 9500 eða netfang: reynismenn@reynismenn.