Á fundi sínum 28. ágúst féllst bæjarráð á afstöðu frístundanefndar að öllum tilboðum í rekstur skíða- og knattspyrnusvæða á Siglufirði skildi hafnað og staðan metin upp á nýtt.
Á fundi frístundanefndar frá 26. ágúst 2008 er bókað undir 1. dagskrárlið
Útboð reksturs skíða- og knattspyrnusvæða á Siglufirði.
„Lögð fram tilboð vegna reksturs skíða- og knattspyrnusvæða ásamt vinnupunktum íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Þrjú tilboð bárust, eitt tilboð í rekstur knattspyrnusvæða og tvö í rekstur skíða- og knattspyrnusvæða. Tilboðin voru eftirfarandi:
1. Björn Sigurður Ólafsson býður kr. 12.100.000 í rekstur skíða- og knattspyrnusvæða.
2. Egill Rögnvaldsson f.h. Valló ehf. býður kr. 21.500.000 í rekstur skíða- og knattspyrnusvæða.
3. Knattspyrnufélag Siglufjarðar býður 2.850.000 í rekstur knattspyrnusvæða.
Eftir ýtarlegar umræður leggur nefndin til að öllum tilboðum verði hafnað og staðan metin upp á nýtt. Einnig óskar nefndin eftir því að fulltrúar nefndarinnar fái að koma inn á næsta bæjarráðsfund til að skýra afstöðu nefndarinnar í þessu máli og ræða framhaldið."
Á fund bæjarráðs mætti formaður frístundanefndar Gunnlaugur Stefán Guðleifsson og Freyr Sigurðsson. Eftir umræður féllst bæjarráð á afstöðu nefndarinnar og samþykkti að fela frístundanefnd og íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við tilboðsgjafa og leggja fram tillögu að lausn málsins fyrir næsta bæjarráðsfund.