Fréttir

Endurvinnsluvika

Vikuna 12.–19. september verður haldin endurvinnsluvika í fyrsta sinn á Íslandi. Að átakinu stendur  Úrvinnslusjóður í samvinnu við umhverfisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Sorpu, Gámaþjónustuna, Íslenska gámafélagið og Endurvinnsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra mun setja endurvinnsluvikuna 12. september.
Lesa meira

Styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar

Þessa dagana erum við að auglýsa til úthlutunar  styrki til atvinnumála kvenna og rennur umsóknarfresturinn út þann 28.september. Umsóknir eru rafrænar og má finna á heimasíðunni http://www.atvinnumalkvenna.is/forsida/   ásamt greinargóðum leiðbeiningum um útfyllingu.  Að þessu sinni eru 50. milljónir til umráða sem veitt verður til spennandi verkefna kvenna um land allt og er hámarksstyrkur 2.milljónir.  
Lesa meira

Borgarafundur um drög að starfsleyfi fyrir Seyru

Almennur borgarafundur á vegum Umhverfisstofnunar til kynningar á drögum að starfsleyfi fyrir Seyru á Siglufirði. Fundurinn verður haldinn Mánudaginn 15 sept. kl. 16.30 í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu, 2 hæð, að Gránugötu 24, Siglufirði.  
Lesa meira

Kynningarfundur deiliskipulag hesthúsasvæðis í Ólafsfirði

Kynningarfundur um deiliskipulag hesthúsasvæðis í Ólafsfirði verður í Tjarnarborg miðvikudaginn 10. september kl. 20.00 Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar
Lesa meira

Stökk 5.42 metra og jafnaði Íslandsmetið

Baldur Ævar Baldursson varð sjöundi í langstökki á Ólympíuleikum fatlaðra í Peking í Kína í morgun. Hann jafnaði þar með eigið Íslandsmet.  Í samtali við starfsmenn Fjallabyggðar kom fram að
Lesa meira

Fjarnám 1. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ

Fjarnám ÍSÍ á 1. stigi þjálfaramenntunarinnar fer af stað mánudaginn 22. september næstkomandi.  Um er að ræða 60 stunda nám, metið til tveggja eininga enda um sama nám að ræða og kennt er í ÍÞF 102 í framhaldsskólum landsins
Lesa meira

Baldur Ævar kominn til Kína

Baldur Ævar Baldursson er staddur í Kína um þessar mundir og tekur þátt í ólympíuleikunum fatlaðra.
Lesa meira

Samráðsfundur um framhaldsskólann

Samráðsfundir vegna framhaldsskólans við utanverðan Eyjafjörð voru haldnir í Fjallabyggð í gær. Áætlað er að halda slíkan fund í Dalvíkurbyggð 15. september n.k. Fyrri fundurinn í gær var í Ólafsfirði kl. 17:00 í félagsheimilinu Tjarnarborg og sá síðari kl: 20:00 í Tónlistarskólanum á Siglufirði. Fundarboðandi var Jón Eggert Bragason, verkefnastjóri framhaldsskólans.  
Lesa meira

Fundur í bæjarstjórn Fjallabyggðar 9. september nk.

30. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í ráðhúsinu á Siglufirði þriðjudaginn 9. september 2008, kl. 17.00.
Lesa meira

Leiksskólagjöld þau sömu og í fyrra.

Samkvæmt fundargerð fræðslunefndar frá 2. september, telur nefndin ekki tilefni til hækkunar leiksskóagjalda í ár. Leikskólagjöld voru heldur ekki hækkuð í fyrra.
Lesa meira