Fjarnám 1. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ

Fjarnám ÍSÍ á 1. stigi þjálfaramenntunarinnar fer af stað mánudaginn 22. september næstkomandi.  Um er að ræða 60 stunda nám, metið til tveggja eininga enda um sama nám að ræða og kennt er í ÍÞF 102 í framhaldsskólum landsins  

Námið tekur átta vikur og er verkefnum skilað vikulega, auk lokaverkefnis.  Þátttökugjöld eru kr. 24.000.- og eru þá öll námskeiðsgögn innifalin.  Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnskólaprófi.  Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000 og þarf henni að vera lokið fyrir fimmtudaginn 18. september.   Með skráningu þarf að fylgja fullt nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og netfang.

Allar nánari upplýsingar um námið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur sviðsstjóri fræðslusviðs, Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is