Samráðsfundur um framhaldsskólann

Samráðsfundir vegna framhaldsskólans við utanverðan Eyjafjörð voru haldnir í Fjallabyggð í gær. Áætlað er að halda slíkan fund í Dalvíkurbyggð 15. september n.k. Fyrri fundurinn í gær var í Ólafsfirði kl. 17:00 í félagsheimilinu Tjarnarborg og sá síðari kl: 20:00 í Tónlistarskólanum á Siglufirði. Fundarboðandi var Jón Eggert Bragason, verkefnastjóri framhaldsskólans.  

Fundirnir voru vel sóttir af íbúum Fjallabyggðar. Skólafólk, iðnaðarmenn og foreldrar unglinga voru þó áberandi.
Fólk var sett í hópavinnu þar sem nokkrum mikilvægum spurningum varðandi skólann var svarað. Spurningarnar voru m.a. varðandi óskir um námsframboð, kennsluhætti, þátttöku atvinnulífsins, framtíðarsýn o.fl. Þátttaka og vinna í hópastarfinu var til fyrirmyndar og var Jón Eggert mjög ánægður með þann áhuga og velvild sem heimamenn sýndu skólanum