Fréttir

Framhaldsskólinn

Á fundi með menntamálaráðherra og forsvarsmönnum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar var rætt um málefni fyrirhugaðs framhaldsskóla í Ólafsfirði. Fundurinn var að sögn þátttakenda mjög gagnlegur og var þar ákveðið í framhaldinu að skipa skólanefnd og byggingarnefnd. Fyrir er starfandi fagnefnd vegna skólans. Jafnframt var ákveðið að leitað yrði allra leiða til að kennsla megi hefjast í skólanum haustið 2009.
Lesa meira

Sigríður Gísladóttir er 100 ára í dag.

Sigríður Gísladóttir er fædd á Siglufirði 5. nóvember 1908. Hún bjó þar til 11 ár aldurs en flutti þá með foreldrum sínu að Veðramótum í Fljótum. Árið 1925 flutti hún að Hólkoti í Ólafsfirði og hefur síðan þá búið í Ólafsfirði. Sigríður giftist eiginmanni sínum Vilhjálmi Jóhannssyni árið 1930. Vilhjálmur lést árið 1978.
Lesa meira

Framhaldsskólinn

Í byrjun vikunnar fengu forsvarsmenn Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar upplýsingar þess efnis að ekkert yrði af undirritun samnings vegna stofnunar nýs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, en samninginn átti að undirrita á morgun. Þess í stað voru Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri Fjallabyggðar og Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar boðuð á fund með menntamálaráðherra á Akureyri á morgun.     
Lesa meira

Skíðasvæðið í Skarðsdal

Ekki er útlitið gott vegna opnunar skíðasvæðisins í Skarðsdal, en stefnt var á að opna í dag kl. 16:00. Nú er mikill vindur og ekki víst hvort hægt verði að opna. Hægt er að fylgjast með hvort og þá hvenær verður opnað á heimasíðu Skarðsins, skard.fjallabyggd.is og í símsvara svæðisins 878-3399.
Lesa meira

Skíðasvæðið í Skarðsdal opnað á morgun

Skíðasvæðið í Skarðsdal verður opnað á morgun, föstudag kl. 16:00. Frítt verður í lyftur á svæðinu alla helgina. Árskort frá síðustu vertíð munu gilda fram að áramótum á svæðið.
Lesa meira

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Verkefnasjóður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði, auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna.
Lesa meira

Skíðasvæðið í Ólafsfirði opnar í dag

Skíðasvæðið í Tindaöxl verður opið í dag frá 16-19 og er frítt í lyftuna í dag. Einnig bendum við á að göngubrautin (Bárubraut) hefur verið opin í viku og er mjög góð í dag.
Lesa meira

Skíðasvæðin í Fjallabyggð

Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að það hefur snjóað töluvert undanfarna daga. Það er kominn mikill snjór á skíðasvæðin og er áætlað að opna skíðasvæðið í Tindaöxl (Ólafsfirði) á morgun og skíðasvæðið í skarðsdal (Siglufirði) um helgina.
Lesa meira

Ályktun bæjarráðs frá 23. október 2008

Bæjarráð samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum  23. október 2008.
Lesa meira

Íbúaþing í undirbúningi

Glöggir íbúar hafa ef til vill tekið eftir því að búið var að setja íbúaþing inn á viðburðadagatal Fjallabyggðar. Fyrirhugað var að halda þingið þann 25. þessa mánaðar, en nú hefur verið ákveðið að fresta þinginu. Endanleg dagsetningin liggur ekki fyrir, en mun verða auglýst ásamt dagskrá á næstu dögum.
Lesa meira