Fréttir

Sprotasetur Vaxtarsamnings Eyjafjarðar stofnað til efla atvinnusköpun á svæðinu

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur ákveðið að bregðast við þrengingum á atvinnumarkaði með stofnun Sprotaseturs Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Með því er sköpuð aðstaða og stuðningsumhverfi fyrir fólk sem vill hrinda nýjum hugmyndum til atvinnusköpunar í framkvæmd.
Lesa meira

Tilkynning til þátttakenda markaðsátaks fyrir jólin

Vegna ófærðar verður Inga ekki við í dag. Hægt er að ná í hana á póstfang inga@fjallabyggð.is og í síma 464-9207. Hún verður hins vegar við á föstudaginn.
Lesa meira

Leirlistarsýning í Ólafsfirði

Hólmfríður Arngrímsdóttir (Hófý) heldur sýna fyrstu einkasýningu í Listhúsi Fjallabyggðar (Ólafsfirði) í leirlist sem nefnist; ,,Þegar rökkva tekur“. Sýningin opnar 15. nóv. kl. 15:00-18:00 en eftir það frá kl. 14:00-18:00. Sýningunni lýkur 21. nóv.
Lesa meira

Auglýst eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð

KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutun tekur til tveggja flokka.
Lesa meira

Skíðafélag Ólafsfjarðar fær nýja heimasíðu

Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur opnað nýja heimasíðu, er þetta undirsíða á www.fjallabyggd.is. Eins og fram hefur komið hér hjá okkur geta íþróttafélög og félagasamtök í sveitarfélaginu fengið slíkar síður. Slóðin á síðu skíðafélagsins er http://skiol.fjallabyggd.is
Lesa meira

Hundahreinsun í Fjallabyggð

Hundahreinsun í Fjallabyggð verður sem hér segir:
Lesa meira

Auglýsing til verslana, þjónustuaðila, handverks- og listamanna

Á bæjarráðsfundi sl. fimmtudag samþykkti bæjarráð fjármagn til markaðsátaks fyrir jólin, með verslunum, þjónustuaðilum, handverks- og listamönnum. Hugmyndin er að í samvinnu við verslanir, þjónustuaðila og handverks- og listamenn í Fjallabyggð verði gert markaðsátak til að hvetja íbúa Fjallabyggðar til að versla í heimabyggð fyrir jólin. Átakið felur í sér að gerður verði sameignlegur auglýsingabæklingur með jólagjafahugmyndum frá þessum aðilum. Vinna og kostnaður við bæklinginn verður á hendi Fjallabyggðar.
Lesa meira

Námskeið í félagsmálafræðslu í Ólafsfirði

Námskeið í félagsmálafræðslu í Ólafsfirði 12.-13. nóvember. Næsta námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið á Ólafsfirði dagana 12.-13. nóvember í UÍÓ-húsinu. Námskeiðið hefst klukkan 18:00 og stendur til 22:00 báða dagana.
Lesa meira

Fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar 11. nóvember 2008 kl. 17.00.

32. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsinu Siglufirði, þriðjudaginn 11. nóvember 2008 og hefst kl. 17.00.
Lesa meira

Framhaldsskólinn

Á morgun mun fagnefnd fyrirhugaðs framhaldsskóla í Ólafsfirði funda í Ólafsfirði. Jón Eggert Bragason verkefnastjóri fyrirhugaðs framhaldsskóla hefur undanfarið heimsótt fyrirtæki á Siglufirði til að kanna áhuga þeirra á samstarfi við mótun námsframboðs við skólann. Óhætt er að segja að þessar heimsóknir hafi gengið vel og vel er tekið á móti honum. Hann hefur m.a. hitt framkvæmdarstjóra Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar Konráð Baldvinsson sem er mjög spenntur fyrir samstarfi vegna hugsanlegar sjúkraliða- og félagsliðabrauta innan skólans. JE-Vélaverkstæði hefur einn lýst áhuga á að vera með í mótun námsframboðs sem tæki mið að sérsviðum fyrirtækisins.
Lesa meira