Fréttir

Svavar Guðni með sýningu í Listhúsinu.

Svavar Guðni Gunnarsson opnar yfirlitssýningu á myndum máluðum á árunum 1985-2008 í Listhúsinu Ægisgötu 10, laugardaginn 20. desember kl. 14:00. Sýningin verður opin til 23. desember og frá 29. desember til 30. desember frá kl. 14:00 -17:00 Allir eru velkomnir.
Lesa meira

Tilkynning til þeirra sem hafa gáma

Þeir aðilar sem hafa gáma í Fjallabyggð,  vinsamlega sækið  um eða endurnýið  stöðuleyfin fyrir 31. desember 2008.
Lesa meira

Framlag til sveitarfélaga vegna samdráttar í aflamarki ákveðið

Samgönguráðherra hefur ákveðið skiptingu 250 milljóna króna framlags úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks á árinu. Er framlaginu ætlað að koma til móts við tekjumissi sveitarfélaga þar sem samdráttur verður í atvinnu.
Lesa meira

Vel heppnuð listganga

Ferðafélag Siglufjarðar stóð fyrir listagöngu í gærkvöld þar sem heimsóttar voru vinnustofur listamanna á Siglufirði. Yfir  hundrað manns tóku þátt í göngunni. Veðrið var eins og best var á kosið og skemmtu göngumenn sér vel.
Lesa meira

Gengur fínt hjá SR-Vélaverkstæði

Verkefnastaða hjá SR-Vélaverkstæðis hefur verið nokkuð góð það sem af er “kreppunnar” og verkefni nokkuð örugg næsta mánuðinn.
Lesa meira

Ný heimasíða hjá Sigurjóni Magnússyni ehf.

Sigurjón Magnússon ehf. er kominn með nýja glæsilega heimasíðu. Þar kemur m.a. fram að ágætis verkefnastaða sé hjá fyrirtækinu.
Lesa meira

Styrkir til menningarstarfs í Fjallabyggð

KEA úthlutaði úr Menningar- og viðurkenningasjóði sínum í dag. Nítján einstaklingar og félagasamtök tóku á móti styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA í dag, Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti styrkina.
Lesa meira

Ályktun frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar til Menntamálaráðherra.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á vetrarfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar.   
Lesa meira

Ramminn í rækjuvinnslu á ný.

Rammi hf. undirbýr nú að hefja veiðar og vinnslu á rækju næsta vor. Verið er að innrétta litla rækjuverksmiðju í húsnæði Rammans á Siglufirði.
Lesa meira

Íbúafundir um aðalskipulag Fjallabyggðar

Kynningarfundir á drögum að aðalskipulagi Fjallabyggðar verða haldnir í Tjarnarborg Ólafsfirði 15. desember kl. 20.00 og í Allanum Siglufirði 16. desember kl. 20.00.
Lesa meira