Styrkir til menningarstarfs í Fjallabyggð

KEA úthlutaði úr Menningar- og viðurkenningasjóði sínum í dag. Nítján einstaklingar og félagasamtök tóku á móti styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA í dag, Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti styrkina.

Úthlutað var úr flokki almennra styrkja og þátttökuverkefna samtals að upphæð 4,3 milljónir króna.
Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í nóvember síðastliðnum og bárust 114 styrkumsóknir, 75 umsóknir í flokki almennra umsókna og 39 umsóknir um þátttökuverkefni.
Fjórtán aðilar hlutu almennan styrk hver að upphæð 150 þúsund og 5 aðilar hlutu þátttökustyrk, en til úthlutunar í þeim flokki voru 2,2 milljónir króna.

Meðal styrkþega voru.Ólafur Kárason sem fékk styrk vegna síldartónleika á Siglufirði 2009 og Jassklúbbur Ólafsfjarðar sem fékk styrk til að halda tónleikahátíð í Ólafsfirði.

Sjá nánar á www.kea.is