Samgönguráðherra hefur
ákveðið skiptingu 250 milljóna króna framlags úr ríkissjóði til sveitarfélaga
vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks á árinu. Er framlaginu ætlað að
koma til móts við tekjumissi sveitarfélaga þar sem samdráttur verður í atvinnu.
Úthlutunin nú byggist á
sambærilegum forsendum og árið 2007 sem er áhrif ákvörðunar um aflaniðurskurð á
einstök sveitarfélög þar sem aflamark er skráð. Þó er að þessu sinni miðað við
minnkun aflamarks eins og það var í hverju sveitarfélagi um sig þann 1.
september 2007, en ekki meðaltal úthlutaðs aflamarks nokkur fiskveiðiár þar á
undan eins og gert var fyrir ári. Ráðuneytið telur að með því sé betur mætt
áhrifum af niðurskurði í aflamarki þorsks í hverju sveitarfélagi þar sem skoðuð
er staða aflamarks við upphaf þess tíma er niðurskurðurinn tók gildi. Alls er
200 milljónum króna varið til þessa þáttar.
Í hlut Fjallabyggðar koma rúmar 13 miljónir
króna.
Hægt er að lesa meira um úthlutunina á vef Samgönguráðneytisins. http://www.samgonguraduneyti.is/malaflokkar/sveitastjornarmal/frettir/nr/1827