Fréttir

Bergmenn - Fjallaleiðsögumenn

Fjallaleiðsögumaðurinn Jökull Bergmann frá klængshóli í Skíðadal hefur sett í loftið nýja heimasíðu fyrir fjallaleiðsögufyrirtækið sitt Bergmenn - Fjallaleiðsögumenn. Þarna er samankomið eitt besta safn ljósmynda og efnis um fjallamennsku hverskonar á Íslandi og Tröllaskaganum en þó með sérstakri áherslu á fjallaskíðaferðir, þyrluskíðun, ísklifur og Alpaferðir.
Lesa meira

Sýndu hvað í þér býr!

Námskeið í félagsmálafræðslu á Siglufirði 14. janúar. Námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið í íþróttamiðstöðinni Hóli 14.janúar. Námskeiðið hefst klukkan 18:00 og stendur til 22:00. Námskeiðsgjald er 5000 krónur.
Lesa meira

Flugeldasölur Björgunarsveitanna opnar í dag

Flugeldasölur Björgunarsveitanna eru opnar í dag. Bent er á að samkvæmt lögum er notkun flugelda einungis heimil frá 28. desember til 6. janúar ár hvert. Því er um að gera að kveðja jólin í kvöld og styrkja um leið gott málefni.
Lesa meira

Ert þú með verkefni? - Kynning á norrænu menningarstarfi og norrænum menningarsjóðum

Menningarráð Eyþings í samstarfi við menntamálaráðuneytið, Norræna húsið, Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri og Hvalasafnið á Húsavík boða til kynningarfundar um norrænt samstarf og norræna menningarsjóði.Fundurinn verður haldinn í Hvalasafninu á Húsavík föstudaginn 9. janúar  kl. 10.30 – 14.30
Lesa meira

Ólafsfjarðarleikar í frjálsum íþróttum

Ólafsfjarðarleikarnir verða haldnir 2. janúar. 12 ára og yngri mótið verður klukkan 15:00-18:00 og boðsmótið fyrir meistaraflokkinn verður haldið sama kvöld klukkan 17:30.
Lesa meira

Endurnýjun húsaleigubóta frá Fjallabyggð.

Um áramót þarf að endurnýja allar umsóknir um húsaleigubætur, sbr. 4. gr. reglugerðar um húsaleigubætur nr. 118 frá 2003.  Umsækjendum er bent á að nálgast umsóknareyðublöð á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar á Ólafsfirði og á Siglufirði eða á heimasíðu sveitarfélagsins, http://fjallabyggd.is/is/page/husaleigubaetur/
Lesa meira

Freyja Dana sýnir á Ólafsfirði helgina 3. og 4. janúar, 2009

Ólafsfirðingurinn Freyja Dana sýnir Æskuminningar. Þegar alltaf var sólskin, öryggi og ást í Listhúsinu, Ægisgötu 10, Ólafsfirði 3. og 4. janúar, 2009 kl. 14 til 17 báða dagana.
Lesa meira

Næsti umsóknarfrestur í Æskulýðssjóð er 1. febrúar 2009

Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja eftirtalin verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Með æskulýðsstarfi er átt við skipulagða félags- og tómstundastarfsemi þar sem börn og ungmenni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum sem þau sjálf meta að verðleikum.
Lesa meira

Lýsing á Bungusvæði í Skarsdal

Í desember var lokið við að setja upp lýsingu í "bungusvæðið" á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Þessi lýsing bætir möguleika svæðisins til muna nú þegar myrkur er ekki lengur atriði sem skiptir máli. Skíðasvæðið verður opið milli jóla og nýárs (ef veður lofar), upplýsingar um svæðið má finna á heimasíðu svæðisins
Lesa meira

Gleðileg jól

Við hjónin sendum íbúum Fjallabyggðar og landsmönnum öllum bestu jóla- og áramótakveðjur með ósk um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum allar ánægjulegu stundirnar á árinu sem er að líða.  Hugsum vel um börnin okkar og þá sem eldri eru. Þórir Kr. Þórisson og Erla Bjartmarz
Lesa meira