Fréttir

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga sem fram fara 25. apríl nk. er hafin.
Lesa meira

Framhaldsskólinn verður að veruleika!

Í dag var skrifað undir samkomulag um byggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Svanfríður Jónasdóttir oddviti Héraðsnefndar Eyjafjarðar og bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð og Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri Fjallabyggðar undirrituðu samninginn sem lengi hefur verið beðið eftir.
Lesa meira

Fuglaskoðun á Norðurlandi

Markaðsstofa Ferðamála á Norðurlandi vill vekja athygli ykkar á sérstökum kynningarfundi um fuglaskoðun á Norðurlandi sem boðað er til miðvikudaginn 18. mars næstkomandi.
Lesa meira

Unglingar vilja borða oftar með fjölskyldunni

Forvarnardagurinn var haldinn í þriðja sinn 6. nóvember sl. Niðurstöður sem unnar voru úr svörum nemenda 9. bekkjar sýna þeirra sýn á hvað virkar best sem forvörn. Ein spurning var t.d.; "hvað myndir þú vilja gera oftar með fjölskyldunni" og var algengasta svarið "að borða saman".
Lesa meira

Roðlaust og beinlaust á topp 30 lista Rásar 2

Roðlaust og beinlaust eru nú á topp 30 lista Rásar 2 með lagið "Kyrlátt kvöld"
Lesa meira

Færni í ferðaþjónustu

Símey stendur fyrir námskeiði ætluðu starfsmönnum í ferðaþjónustu eða þeim sem stefna að starfi í greininni. Námsleiðin hefur verið metin af menntamálaráðuneytinu til styttingar náms í framhaldsskóla um allt að 5 einingar.
Lesa meira

Upplýsingasíða um aðalskipulagstillögu

Upplýsingar um fyrirliggjandi tillögur að nýju aðalskipulagi fyrir Fjallabyggð 2008-2028 eru nú komnar á vefinn. Á síðu um tillögurnar er nú hægt að skoða uppdrætti og lesa greinargerð með aðalskipulagstillögu og umhverfisskýrslu.
Lesa meira

Tenórinn 14. mars!!

Leikfélag Akureyrar og hinn ástæli leikari og TENÓR Guðmundur Ólafsson bjóða upp á leiksýninguna TENÓRINN í Samkomuhúsinu laugardagskvöldið 14. mars kl. 20:00.
Lesa meira

Íbúðir til sölu eða leigu í Fjallabyggð

Húsnæðisnefnd Fjallabyggðar auglýsir til sölu eða leigu:
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Ólafsfjarðarkirkju

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk 2008-2009 verður haldin fimmtudaginn 5. mars kl. 14.00 í Ólafsfjarðarkirkju.
Lesa meira