Símey stendur fyrir námskeiði ætluðu starfsmönnum í ferðaþjónustu eða þeim sem stefna að starfi í greininni. Námsleiðin hefur verið metin af menntamálaráðuneytinu til styttingar náms í framhaldsskóla um allt að 5 einingar.
Tilgangur námsins er að búa þátttakendur sem best undir störf í ört vaxandi atvinnugrein.
Náminu er ætlað að efla persónulega, faglega og almenna færni til að veita gæðaþjónustu og takast á við fjölbreytt úrlausnarefni ferðaþjónustunnar.
Fræðsluaðili og staður: Símey, Þórsstíg 4, Ak.
Leiðbeinendur: Ýmsir leiðbeinendur
Tími og dags: Laugardaganna 21. mars, 28. mars, 4. apríl,18. apríl, 25. apríl, 2. maí og 9. maí mars kl. 09:00 – 16:00
Tímafjöldi: 40 klst.
Verð kr.: 9.000.- (allir laugardagarnir)
Námið er í þremur hlutum:
1. hluti
Kynning og námsvinnubrögð
Gildi ferðaþjónustu
Þjónusta - grunnþættir
Vinnusiðferði og hlutverk starfsmanns
2. hluti
Mismunandi þjónustuþarfir
Þjónustulund og samskipti
Að þróast í starfi
3. hluti
Verkferlar á vinnustað
Sérhæfing, samfélags- og staðarþekking
Sérhæfing, þjónusta
Námslok og mat
Skráning og nánari upplýsingar á http://simey.is/?mod=news_namskeid&fun=viewItem&id=527