Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Ólafsfjarðarkirkju

Sigurvegarar frá því í fyrra (Mynd:Hjörleifur Hjartarson)
Sigurvegarar frá því í fyrra (Mynd:Hjörleifur Hjartarson)
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk 2008-2009 verður haldin fimmtudaginn 5. mars kl. 14.00 í Ólafsfjarðarkirkju.

Nemendur úr Árskógarskóla, Dalvíkurskóla, Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Grímseyjar lesa uppúr skáldsögum og ljóðum og auk þess verða tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Ólafs fjarðar. Í hléi mun verða boðið upp á hressingu.
Dómnefndina mun skipa; Ingibjörg Einarsdóttir og Björk Einarsdóttir sem koma frá Reykjavík, Júlíus Júlíusson frá Dalvík og Þórir Jónsson frá Ólafsfirði.  

Karítas Skarphéðinsdóttir Neff
Fræðslu- og menningarfulltrúi