Vel heppnuð listganga

Ferðafélag Siglufjarðar stóð fyrir listagöngu í gærkvöld þar sem heimsóttar voru vinnustofur listamanna á Siglufirði. Yfir  hundrað manns tóku þátt í göngunni. Veðrið var eins og best var á kosið og skemmtu göngumenn sér vel. Gangan hófst við jólatréð á torginu en þaðan var haldið í Gallerí Sigló, Iðjuna og í Sjálfsbjargarhúsið. Síðan var farið í vinnustofu Fríðu ogí Kvennasmiðjuna.. Þaðan lá leiðin í Herhúsið til ljósmyndaranna Kevin Cooley og Bridget Batch.Göngunni lauk svo hjá Bergþóri Mortens þegar búið var að líta við hjá  Abbý.Göngumenn hafði orð á því hve listaflóran væri fjölbreytt hér á Siglufirði og hve fjölmennur hópur fólks stundar listsköpun.