Hundahreinsun í Fjallabyggð

Hundahreinsun í Fjallabyggð verður sem hér segir:


Í Ólafsfirði föstudaginn 14. nóvember kl. 13:00 - 16:00.
Komið verður heim til hundaeigenda.

Á Siglufirði föstudaginn 14. nóvember kl. 16:30 - 18:00.
Dýralæknir verður í áhaldahúsinu.


Áríðandi er að allir hundar séu hreinsaðir!
Hundaeigendur skulu framvísa kvittun tryggingafélags sem sanni að viðkomandi hafi hund sinn ábyrgðatryggðan, ásamt kvittun fyrir greiðslu á leyfisgjaldi.
Þeir sem ekki gera grein fyrir hundum sínum, með því að mæta í hreinsun, eða framvísa vottorði um að hundur þeirra sé hreinsaður, mega gera ráð fyrir að verða sviptir leyfi til hundahalds.

Kl. 18:30 - 19:30 verður dýralæknirinn á svæði hestamanna á Siglufirði.
Vinsamlega hafið samband við Höskuld, ef óskað er aðstoðar við önnur dýr. 
Sími 894-1784 eða 453-6865
Dýraeftirlit Fjallabyggðar